Hver þarf óvini með þessa vini? Haukur Örn Birgisson skrifar 11. desember 2018 08:00 Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun