Hafnar því að upplýsingagjöf hafi verið léleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2018 10:12 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Sveinn Margeirsson, sem rekinn var sem forstjóri Matís fyrir helgi, ætlar ekki að sitja undir því að upplýsingagjöf hans til stjórnar hafi verið ábótavant. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís, sagði í Bylgjufréttum á föstudaginn að trúnaðarbrest sem vísað hafði verið til vegna uppsagnar Sveins mætti rekja til lélegrar upplýsingagjafar. Hann hafnar því. „Þeir sem þekkja til mín vita að ég legg mikið upp úr hagnýtingu upplýsinga. Doktorsritgerð mín snerist um hagnýtingu upplýsinga í virðiskeðju sjávarafurða. Við hjónin notuðum opinberar upplýsingar til að fletta ofan af Exeter Holdings málinu árið 2009. Samstarf Matís við Advania um þróun Blockchain lausnar í því augnamiði að miðla upplýsingum bænda um lambakjöt til neytenda var mín hugmynd. Þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinn í færslu á Facebook. Sveinn vildi sjálfur ekki skýra ástæðurnar sem honum voru gefnar vegna uppsagnarinnar í samtali við Vísi á fimmtudaginn. Vísaði hann á Sjöfn sem hafði sjálf ekki viljað skýra trúnaðarbrestinn í samtali við Vísi á fimmtudag. Á föstudag vísaði hún svo til upplýsingagjafar. Sveinn segir auk þess ekki rétt að honum hafi verið sagt upp símleiðis. Hið rétta sé að uppsögnin hafi borist í tölvupósti. Sveinn var forstjóri Matís í átta ár. „Það skal tekið fram að ég hef ekki hugsað mér að elta ólar við einstök ummæli Sjafnar Sigurgísladóttur varðandi ákvörðun stjórnar Matís um að nýta uppsagnarákvæði ráðningarsamnings míns. Ákvörðunin er tekin og skynsamlegast að horfa til framtíðar.“ Vistaskipti Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Sveinn Margeirsson, sem rekinn var sem forstjóri Matís fyrir helgi, ætlar ekki að sitja undir því að upplýsingagjöf hans til stjórnar hafi verið ábótavant. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís, sagði í Bylgjufréttum á föstudaginn að trúnaðarbrest sem vísað hafði verið til vegna uppsagnar Sveins mætti rekja til lélegrar upplýsingagjafar. Hann hafnar því. „Þeir sem þekkja til mín vita að ég legg mikið upp úr hagnýtingu upplýsinga. Doktorsritgerð mín snerist um hagnýtingu upplýsinga í virðiskeðju sjávarafurða. Við hjónin notuðum opinberar upplýsingar til að fletta ofan af Exeter Holdings málinu árið 2009. Samstarf Matís við Advania um þróun Blockchain lausnar í því augnamiði að miðla upplýsingum bænda um lambakjöt til neytenda var mín hugmynd. Þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinn í færslu á Facebook. Sveinn vildi sjálfur ekki skýra ástæðurnar sem honum voru gefnar vegna uppsagnarinnar í samtali við Vísi á fimmtudaginn. Vísaði hann á Sjöfn sem hafði sjálf ekki viljað skýra trúnaðarbrestinn í samtali við Vísi á fimmtudag. Á föstudag vísaði hún svo til upplýsingagjafar. Sveinn segir auk þess ekki rétt að honum hafi verið sagt upp símleiðis. Hið rétta sé að uppsögnin hafi borist í tölvupósti. Sveinn var forstjóri Matís í átta ár. „Það skal tekið fram að ég hef ekki hugsað mér að elta ólar við einstök ummæli Sjafnar Sigurgísladóttur varðandi ákvörðun stjórnar Matís um að nýta uppsagnarákvæði ráðningarsamnings míns. Ákvörðunin er tekin og skynsamlegast að horfa til framtíðar.“
Vistaskipti Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55