„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:31 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit. Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit.
Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15