Ekki með yfirráð í HB Granda Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Guðmundur Kristjánsson tók við sem forstjóri HB Granda í kjölfar kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á kjölfestuhlut í útgerðinni. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið telur ekki unnt að slá því föstu að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi, með kaupum á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, öðlast yfirráð yfir sjávarútvegsfélaginu í skilningi samkeppnislaga. Komi hins vegar fram vísbendingar um annað áskilur eftirlitið sér rétt til þess að rannsaka málið að nýju. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Samkeppniseftirlitið skrifaði Útgerðarfélagi Reykjavíkur, áður Brim, og HB Granda í síðustu viku þar sem félögunum var tilkynnt um það mat eftirlitsins að kaup fyrrnefnda félagsins, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, á 34 prósenta hlut í síðarnefnda félaginu hefðu ekki verið tilkynningarskyld. Guðmundur tók sem kunnugt er við sem forstjóri HB Granda í kjölfar kaupanna. Í bréfi eftirlitsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því beint til umræddra félaga að hafa „vakandi auga“ með því hvort í reynd stofnist til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur í HB Granda þó svo að ekki sé um meirihlutaeignarhald að ræða. „Dreifing eignarhalds, mæting á hluthafafundum og aðkoma annarra eigenda að stjórnun getur skipt máli í því sambandi,“ segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Eins og greint var frá í Markaðinum í sumar upplýsti eftirlitið félögin um að tilkynningarskyldur samruni kynni að hafa átt sér stað þegar Útgerðarfélag Reykjavíkur eignaðist kjölfestuhlut í HB Granda síðasta vor. Sagði eftirlitið að um slíkan samruna gæti verið að ræða þrátt fyrir að fyrrnefnda félagið hefði ekki eignast meirihluta í því síðarnefnda. Aðalatriðið væri að meta hvort kaupin veittu kaupandanum yfirráð yfir HB Granda, til að mynda hvort hann kæmist í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan félagsins. Funduðu með lífeyrissjóðum Fram kemur í áðurnefndu bréfi að Samkeppniseftirlitið hafi fundað með forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Gildis, en sjóðirnir eru á meðal stærstu hluthafa HB Granda, og spurt þá hvernig hluthafa þeir teldu sig vera í félaginu og jafnframt hvaða áhrif það hefði, að þeirra mati, að aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sæti í forstjórastóli félagsins. Lífeyrissjóðirnir svöruðu því til að þeirra hlutverk væri einna helst að gæta að góðum stjórnarháttum innan HB Granda en þeir kæmu ekki að daglegri stjórnun. Lögðu þeir enn fremur áherslu á mikilvægi þess að hafa kjölfestufjárfesti, líkt og Útgerðarfélag Reykjavíkur, í hluthafahópnum til móts við stofnanafjárfesta. Einnig væri jákvætt fyrir félagið hve umfangsmikla reynslu og þekkingu Guðmundur hefði á sviði sjávarútvegs. Samkeppniseftirlitið taldi sjónarmið lífeyrissjóðanna geta bent til þess að líta mætti svo á að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði öðlast yfirráð yfir HB Granda á grundvelli sérþekkingar útgerðarfélagsins. Á hinn bóginn sagði eftirlitið ljóst að mæting á hluthafafundi í HB Granda væri góð sem benti til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur kæmi ekki til með að fara með meirihluta atkvæðamagns á slíkum fundum. Aðrir hluthafar gætu því gripið inn í mikilvægar ákvarðanir félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur ekki unnt að slá því föstu að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi, með kaupum á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, öðlast yfirráð yfir sjávarútvegsfélaginu í skilningi samkeppnislaga. Komi hins vegar fram vísbendingar um annað áskilur eftirlitið sér rétt til þess að rannsaka málið að nýju. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Samkeppniseftirlitið skrifaði Útgerðarfélagi Reykjavíkur, áður Brim, og HB Granda í síðustu viku þar sem félögunum var tilkynnt um það mat eftirlitsins að kaup fyrrnefnda félagsins, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, á 34 prósenta hlut í síðarnefnda félaginu hefðu ekki verið tilkynningarskyld. Guðmundur tók sem kunnugt er við sem forstjóri HB Granda í kjölfar kaupanna. Í bréfi eftirlitsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því beint til umræddra félaga að hafa „vakandi auga“ með því hvort í reynd stofnist til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur í HB Granda þó svo að ekki sé um meirihlutaeignarhald að ræða. „Dreifing eignarhalds, mæting á hluthafafundum og aðkoma annarra eigenda að stjórnun getur skipt máli í því sambandi,“ segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Eins og greint var frá í Markaðinum í sumar upplýsti eftirlitið félögin um að tilkynningarskyldur samruni kynni að hafa átt sér stað þegar Útgerðarfélag Reykjavíkur eignaðist kjölfestuhlut í HB Granda síðasta vor. Sagði eftirlitið að um slíkan samruna gæti verið að ræða þrátt fyrir að fyrrnefnda félagið hefði ekki eignast meirihluta í því síðarnefnda. Aðalatriðið væri að meta hvort kaupin veittu kaupandanum yfirráð yfir HB Granda, til að mynda hvort hann kæmist í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan félagsins. Funduðu með lífeyrissjóðum Fram kemur í áðurnefndu bréfi að Samkeppniseftirlitið hafi fundað með forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Gildis, en sjóðirnir eru á meðal stærstu hluthafa HB Granda, og spurt þá hvernig hluthafa þeir teldu sig vera í félaginu og jafnframt hvaða áhrif það hefði, að þeirra mati, að aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sæti í forstjórastóli félagsins. Lífeyrissjóðirnir svöruðu því til að þeirra hlutverk væri einna helst að gæta að góðum stjórnarháttum innan HB Granda en þeir kæmu ekki að daglegri stjórnun. Lögðu þeir enn fremur áherslu á mikilvægi þess að hafa kjölfestufjárfesti, líkt og Útgerðarfélag Reykjavíkur, í hluthafahópnum til móts við stofnanafjárfesta. Einnig væri jákvætt fyrir félagið hve umfangsmikla reynslu og þekkingu Guðmundur hefði á sviði sjávarútvegs. Samkeppniseftirlitið taldi sjónarmið lífeyrissjóðanna geta bent til þess að líta mætti svo á að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði öðlast yfirráð yfir HB Granda á grundvelli sérþekkingar útgerðarfélagsins. Á hinn bóginn sagði eftirlitið ljóst að mæting á hluthafafundi í HB Granda væri góð sem benti til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur kæmi ekki til með að fara með meirihluta atkvæðamagns á slíkum fundum. Aðrir hluthafar gætu því gripið inn í mikilvægar ákvarðanir félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira