Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 16:29 Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta. Jack Taylor/Getty Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15