Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. desember 2018 03:02 Skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,4 að stærð og upptök hans 2,5 kílómetrar suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Tveir skjálftar til viðbótar, báðir kringum 1 að stærð, riðu yfir nokkrum mínútum seinna skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun.Upptök skjálftans virðast hafa verið á Hellisheiði.Veðurstofa ÍslandsTilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Þar á meðal hafa borist tilkynningar frá Þorlákshöfn og Selfossi en íbúi í Hveragerði sagði í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Nátthrafnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi fundu margir vel fyrir skjálftanum ef marka má færslur netverja hér að neðan. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni.Vó, var þetta jarðskjálfti?— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 30, 2018 Jarðskjálftinn fannst mjög sterkt hér í Hveragerði. Allt skalf mjög snarpt í svona 3-4 sek. Ekkert skemmt en maður smá skelkaður.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 30, 2018 Þessi skjálfti fannst ansi vel í Hafnarfirði— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) December 30, 2018 fann eh annar fyrir jarðskjálfta? eða er ég að missa vitið?— alexandradilja.is (@ferskjan) December 30, 2018 Holy shit var að finna jarðskjálfta í svona þriðja skipti í lífinu wtf er þetta alltaf svona?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) December 30, 2018 Fann einhver annars fyrir svona ponsu jarðskjálfta??— Hávær Hóra (@thvengur) December 30, 2018 Vó Var þetta jarðskjálfti eða er jólabjórinn sem ég er að sötra hérna yfir ufc að kicka inn?— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2018 Jarðskjálfti!— Svandís Svavarsd (@svasva) December 30, 2018 Úthlíð hristist og skalf rétt áðan. Ofboðslegt tillitsleysi er þetta nú hjá Móður náttúru að koma með jarðskjálfta þegar það er búið að klippa og ganga frá öllum annálum fyrir árið!— Árni Helgason (@arnih) December 30, 2018 Ég vaknaði við skjálfta, var ég einn um það? Var jarðskjálfti að vekja mig eða dreymdi mig bara stórfurðulega? — Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) December 30, 2018 Þetta var jarðskjálfti er það ekki?? Eða er ég að missa það— Fanneydora (@FanneydoraV) December 30, 2018 Ekki oft sem ég vakna við jarðskjálfta, en fann þennan greinilega #jarðskjálfti— Egill E. (@e18n) December 30, 2018 Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,4 að stærð og upptök hans 2,5 kílómetrar suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Tveir skjálftar til viðbótar, báðir kringum 1 að stærð, riðu yfir nokkrum mínútum seinna skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun.Upptök skjálftans virðast hafa verið á Hellisheiði.Veðurstofa ÍslandsTilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Þar á meðal hafa borist tilkynningar frá Þorlákshöfn og Selfossi en íbúi í Hveragerði sagði í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Nátthrafnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi fundu margir vel fyrir skjálftanum ef marka má færslur netverja hér að neðan. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni.Vó, var þetta jarðskjálfti?— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 30, 2018 Jarðskjálftinn fannst mjög sterkt hér í Hveragerði. Allt skalf mjög snarpt í svona 3-4 sek. Ekkert skemmt en maður smá skelkaður.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 30, 2018 Þessi skjálfti fannst ansi vel í Hafnarfirði— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) December 30, 2018 fann eh annar fyrir jarðskjálfta? eða er ég að missa vitið?— alexandradilja.is (@ferskjan) December 30, 2018 Holy shit var að finna jarðskjálfta í svona þriðja skipti í lífinu wtf er þetta alltaf svona?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) December 30, 2018 Fann einhver annars fyrir svona ponsu jarðskjálfta??— Hávær Hóra (@thvengur) December 30, 2018 Vó Var þetta jarðskjálfti eða er jólabjórinn sem ég er að sötra hérna yfir ufc að kicka inn?— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2018 Jarðskjálfti!— Svandís Svavarsd (@svasva) December 30, 2018 Úthlíð hristist og skalf rétt áðan. Ofboðslegt tillitsleysi er þetta nú hjá Móður náttúru að koma með jarðskjálfta þegar það er búið að klippa og ganga frá öllum annálum fyrir árið!— Árni Helgason (@arnih) December 30, 2018 Ég vaknaði við skjálfta, var ég einn um það? Var jarðskjálfti að vekja mig eða dreymdi mig bara stórfurðulega? — Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) December 30, 2018 Þetta var jarðskjálfti er það ekki?? Eða er ég að missa það— Fanneydora (@FanneydoraV) December 30, 2018 Ekki oft sem ég vakna við jarðskjálfta, en fann þennan greinilega #jarðskjálfti— Egill E. (@e18n) December 30, 2018
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira