Öll púslin skipta máli Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun