Setti upp keppni til að slá við stráknum sem vildi naggana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 11:09 Yusaku Maezawa sló við Carter Wilkinson og á nú heimsins útbreiddasta tíst. Mynd/Samsett Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014 Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014
Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira