Stórkostlegur Harden tryggði Houston sigur í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2019 07:30 James Harden er á hrikalegu skriði vísir/getty Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135 NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti