Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Skúli Mogensen neyddist til að segja upp rúmlega hundrað starfsmönnum WOW air í desember. Hluti þeirra hefur leitað til VR. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélagið VR hefur undanfarið fengið nokkur mál starfsmanna WOW air inn á sín borð vegna hópuppsagnanna hjá flugfélaginu í síðasta mánuði. Málin eiga það sameiginlegt að þar eru starfsmenn í fæðingarorlofi að kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri VR segir almennt ólöglegt að segja fólki upp í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu gefnar í skriflegum rökstuðningi. Þann rökstuðning hafi vantað frá WOW. „Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, aðspurður um málin. Hann vísar til 30. greinar laga um fæðingarorlof þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þessa að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa alið barn. „Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi. Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“ Þann 13. desember síðastliðinn greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því að yfirvofandi væru stórfelldar uppsagnir og uppstokkun hjá WOW air. Svo fór að síðar þann dag tilkynnti félagið að 111 fastráðnum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn yrðu ekki endurnýjaðir. Þá var fækkað verulega í flugvélaflota félagsins. „WOW air telur gildar ástæður vera fyrir þeim uppsögnum sem félagið fór í í desember og er í góðum samskiptum við stéttarfélög vegna uppsagnanna,“ segir í skriflegu svari WOW air við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins.Mynd/VR Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Verkalýðsfélagið VR hefur undanfarið fengið nokkur mál starfsmanna WOW air inn á sín borð vegna hópuppsagnanna hjá flugfélaginu í síðasta mánuði. Málin eiga það sameiginlegt að þar eru starfsmenn í fæðingarorlofi að kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri VR segir almennt ólöglegt að segja fólki upp í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu gefnar í skriflegum rökstuðningi. Þann rökstuðning hafi vantað frá WOW. „Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, aðspurður um málin. Hann vísar til 30. greinar laga um fæðingarorlof þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þessa að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa alið barn. „Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi. Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“ Þann 13. desember síðastliðinn greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því að yfirvofandi væru stórfelldar uppsagnir og uppstokkun hjá WOW air. Svo fór að síðar þann dag tilkynnti félagið að 111 fastráðnum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn yrðu ekki endurnýjaðir. Þá var fækkað verulega í flugvélaflota félagsins. „WOW air telur gildar ástæður vera fyrir þeim uppsögnum sem félagið fór í í desember og er í góðum samskiptum við stéttarfélög vegna uppsagnanna,“ segir í skriflegu svari WOW air við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins.Mynd/VR
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15