Ekki séð aðrar eins óspektir á skólaballi í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 10:36 Lögregla ætlar að funda með skólayfirvöldum í Kópavogi eftir helgi. FBL/Heiða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“ Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“
Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15