Krónan veiktist um 6,8 prósent í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:01 Órói skapaðist á gjaldeyrismarkaði síðasta haust. Gengi krónunnar lækkaði um 6,4 prósent á árinu 2018. Gagnvart evru lækkaði gengið um 6,1 prósent en um 10,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar var lægst í nóvember en hæst í mars. Til að bregðast við þessari lækkun seldi Seðlabankinnn gjaldeyri á millibankamarkaði í þrjú skipti á síðari hluta ársins. Hrein gjaldeyrissala Seðlabankans á markaðnum nam 2,9 milljörðum króna í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2018. Þar segir jafnframt að velta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst mikið saman frá fyrra ári. Engu að síður var gengi krónunnar „tiltölulega stöðugt fyrstu átta mánuði ársins“ og velta var lítil. „Á haustmánuðum skapaðist órói á gjaldeyrismarkaðnum, m.a. vegna óvissu í flugrekstri, og gengi krónunnar lækkaði. Í desember hækkaði gengi krónunnar á ný eftir nokkuð skarpa lækkun frá því í byrjun september,“ segir í frétt Seðlabankans og bætt við að þá hafi bankinn, í fyrsta skipti í rúmt ár, brugðið á það ráð að kaupa gjaldeyri. Seðlabankinn átti viðskipti fjóra daga á árinu, en þó í mismiklum mæli innan hvers dags. Bankinn seldi gjaldeyri þrisvar sinnum og keypti gjaldeyri einu sinni. Kaupin komu í kjölfar snarprar hækkunar í desember. Gjaldeyrisforðinn nam um 736 milljörðum í lok ársins, sem nemur 26 prósent af vergri landsframleiðslu. Nánar má fræðast um þróunina í frétt Seðlabankans. Íslenska krónan Íslenskir bankar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Gengi krónunnar lækkaði um 6,4 prósent á árinu 2018. Gagnvart evru lækkaði gengið um 6,1 prósent en um 10,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar var lægst í nóvember en hæst í mars. Til að bregðast við þessari lækkun seldi Seðlabankinnn gjaldeyri á millibankamarkaði í þrjú skipti á síðari hluta ársins. Hrein gjaldeyrissala Seðlabankans á markaðnum nam 2,9 milljörðum króna í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2018. Þar segir jafnframt að velta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst mikið saman frá fyrra ári. Engu að síður var gengi krónunnar „tiltölulega stöðugt fyrstu átta mánuði ársins“ og velta var lítil. „Á haustmánuðum skapaðist órói á gjaldeyrismarkaðnum, m.a. vegna óvissu í flugrekstri, og gengi krónunnar lækkaði. Í desember hækkaði gengi krónunnar á ný eftir nokkuð skarpa lækkun frá því í byrjun september,“ segir í frétt Seðlabankans og bætt við að þá hafi bankinn, í fyrsta skipti í rúmt ár, brugðið á það ráð að kaupa gjaldeyri. Seðlabankinn átti viðskipti fjóra daga á árinu, en þó í mismiklum mæli innan hvers dags. Bankinn seldi gjaldeyri þrisvar sinnum og keypti gjaldeyri einu sinni. Kaupin komu í kjölfar snarprar hækkunar í desember. Gjaldeyrisforðinn nam um 736 milljörðum í lok ársins, sem nemur 26 prósent af vergri landsframleiðslu. Nánar má fræðast um þróunina í frétt Seðlabankans.
Íslenska krónan Íslenskir bankar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira