Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfina Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2019 14:15 Hjónin Kevin Stanford og Karen Millen stofnuðu tískuvöruframleiðandann Karen Millen árið 1981, Þau áttu síðar eftir að slíta samvistum. Vísir „Við bjóðum ykkur að hrekja ásakanir okkar, og ef þið getið það ekki, þá virðist það liggja fyrir að í þessu tiltekna tilviki borgi glæpir sig á Íslandi.“ Á þessum orðum lýkur opnu bréfi Kevin Stanford og Karenar Millen til Kaupþingsforkólfanna Magnúsar Guðmundssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar. Þau Stanford og Millen voru meðal stærstu viðskiptavina bankans fyrir hrun og í bréfi sínu, sem birt var á vef Kjarnans, rekja þau í grófum dráttum samskipti og viðskipti sín við Kaupþing, Magnús og Hreiðar Má. Í bréfinu segjast þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen. Fjórum árum síðar, í apríl 2005, keyptu þau Stanford og Millen hlutabréf í Kaupþingi, en sem tryggingu fyrir lánum vegna hlutabréfakaupana notuðu þau hluta hagnaðarins af sölu tískuvöruframleiðandans.Sjá einnig: Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins „Það sem Karen og ég vissum ekki á þeim tíma var að bréfin höfðu verið í „geymslu“ (óseld) frá því í hlutabréfaútboði Kaupþings þann 11. ágúst og 15. október 2004. Hlutabréfaaukningin nam 92,4 milljörðum íslenskra króna, sem tvöfaldaði stærð bankans og gerði honum mögulegt að kaupa FIH bankann í Danmörku. Hins vegar voru flest hlutabréfin seld, fyrir utan mín og Karenar, án nokkurra trygginga annarra en bréfanna sjálfra,“ skrifa Stanford og Millen.Hreiðar Már Sigurðsson tekur hér í hönd Magnúsar Guðmundssonar. Hreiðar var forstjóri Kaupþings en Magnús fór fyrir bankanum í Lúxemborg. Ólafur Ólafsson, einn aðaleigenda bankans, fylgist með.Vísir/vilhelmÞau segjast hafa litið á þá Magnús og Hreiðar sem viðskiptafélaga sína og vini. Þeir hafi hins vegar misnotað sér traust þeirra - „með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings [...] Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti.“Leynilegir bankareikningar eiginkvenna Í bréfinu rekja þau Millen og Stanford samskipti sín við Kaupþingsmennina mánuðina fyrir fall bankanna haustið 2008. Til að mynda segir Kevin Stanford að Magnús hafi tjáð sér að þann 18. ágúst hefði Kaupþing í Lúxemborg keypt milljónir hluta í Kaupþingi og að bréfin hefðu verið skráð á Stanford - að honum forspurðum. Stanford kann því Kaupþingi fáar þakkir fyrir að krefja sig um 200 milljón pund vegna láns sem „Kaupþing hf. á að hafa lánað mér til að kaupa hina verðlausu“ hluti, án samþykkis eða vitneskju Stanford.Sjá einnig: Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um „Á meðan þið lifið á peningum vegna „Kaupthinking”, sem geymdir eru á leynilegum bankareikningum eiginkvenna ykkar í Sviss, erum við nauðbeygð til að verjast óréttlátum kröfum frá arftökum Kaupþings í Lúxemborg (Banque Havilland) og Kaupþingi hf. sem nota blekkingar ykkar til að reyna að hagnast.“Slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen.Getty/Jason KempinÞá keypti Magnús þann 21. ágúst 2008 skuldabréf í Kaupþingi fyrir milljónir dala í nafni Karenar Millen „án þess að hún hefði hugmynd um það.“ Tapið vegna skuldabréfanna færði Magnús á reikning Stanford í Kaupþingi í Lúxemborg, „án þess að segja mér frá því,“ skrifar Kevin Stanford.Stolnar evrur nýst Landspítala Víkur þá sögunni að neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sem hljóðaði upp á 500 milljónir evra og veitt var með það fyrir augum að bjarga bankanum. Stanford segir ótrúlegt hvernig Hreiðari tókst að plata Seðlabankann til að fallast á lánið - „þegar þú vissir að Kaupþing var gjaldþrota; þú notaðir svo 171 milljón evrur af peningum landa þinna til að borga niður skuld Kaupþings í Lúxemborg við Lindsor Holdings Corporation til að undirbúa yfirtöku þína á Kaupþingi í Lúxemborg“ Stanford bætir við að Seðlabankanum hafi aldrei tekist að endurheimta umræddar 171 milljón evrur. „Það er líka kaldhæðnislegt að eftir að þið stáluð (171 milljón evrum) af íslensku þjóðinni, sem myndi duga til að borga fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, til að fjármagna hugmyndir ykkar um að kaupa Kaupþing í Lúxemborg, þá heldur íslenska þjóðin áfram að fjármagna hótelin ykkar í gegnum ríkisbankana, Landsbanka og Íslandsbanka. Það er líka ótrúlegt að Stefnir hf., dótturfélag Arion banka (sem áður hét Kaupþing hf.), hafi fjárfest í hótelverkefnum ykkar,“ skrifa þau Stanford og Millen.Bréf þeirra má nálgast í heild sinni hér á ensku,sem og á vef Kjarnans. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Kaupþing keypti kröfu á Kevin Stanford af eignarhaldsfélagi ríkissjóðs. Kaupin komu til skömmu eftir að breski fjárfestirinn hafnaði sáttatilboði Kaupþings fyrr í sumar. Kaupþing segist ekki eiga von á að ná sáttum við Stanford. 23. ágúst 2017 07:30 Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. 31. mars 2017 09:09 Kevin Stanford vill 109 milljarða frá Kaupþingi Kevin Stanford, fyrrverandi eiginmaður Karen Millen, hefur stefnt slitabúi Kaupþings og krefst 545 milljóna punda eða um 109 milljarða króna. 13. nóvember 2015 17:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Við bjóðum ykkur að hrekja ásakanir okkar, og ef þið getið það ekki, þá virðist það liggja fyrir að í þessu tiltekna tilviki borgi glæpir sig á Íslandi.“ Á þessum orðum lýkur opnu bréfi Kevin Stanford og Karenar Millen til Kaupþingsforkólfanna Magnúsar Guðmundssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar. Þau Stanford og Millen voru meðal stærstu viðskiptavina bankans fyrir hrun og í bréfi sínu, sem birt var á vef Kjarnans, rekja þau í grófum dráttum samskipti og viðskipti sín við Kaupþing, Magnús og Hreiðar Má. Í bréfinu segjast þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen. Fjórum árum síðar, í apríl 2005, keyptu þau Stanford og Millen hlutabréf í Kaupþingi, en sem tryggingu fyrir lánum vegna hlutabréfakaupana notuðu þau hluta hagnaðarins af sölu tískuvöruframleiðandans.Sjá einnig: Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins „Það sem Karen og ég vissum ekki á þeim tíma var að bréfin höfðu verið í „geymslu“ (óseld) frá því í hlutabréfaútboði Kaupþings þann 11. ágúst og 15. október 2004. Hlutabréfaaukningin nam 92,4 milljörðum íslenskra króna, sem tvöfaldaði stærð bankans og gerði honum mögulegt að kaupa FIH bankann í Danmörku. Hins vegar voru flest hlutabréfin seld, fyrir utan mín og Karenar, án nokkurra trygginga annarra en bréfanna sjálfra,“ skrifa Stanford og Millen.Hreiðar Már Sigurðsson tekur hér í hönd Magnúsar Guðmundssonar. Hreiðar var forstjóri Kaupþings en Magnús fór fyrir bankanum í Lúxemborg. Ólafur Ólafsson, einn aðaleigenda bankans, fylgist með.Vísir/vilhelmÞau segjast hafa litið á þá Magnús og Hreiðar sem viðskiptafélaga sína og vini. Þeir hafi hins vegar misnotað sér traust þeirra - „með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings [...] Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti.“Leynilegir bankareikningar eiginkvenna Í bréfinu rekja þau Millen og Stanford samskipti sín við Kaupþingsmennina mánuðina fyrir fall bankanna haustið 2008. Til að mynda segir Kevin Stanford að Magnús hafi tjáð sér að þann 18. ágúst hefði Kaupþing í Lúxemborg keypt milljónir hluta í Kaupþingi og að bréfin hefðu verið skráð á Stanford - að honum forspurðum. Stanford kann því Kaupþingi fáar þakkir fyrir að krefja sig um 200 milljón pund vegna láns sem „Kaupþing hf. á að hafa lánað mér til að kaupa hina verðlausu“ hluti, án samþykkis eða vitneskju Stanford.Sjá einnig: Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um „Á meðan þið lifið á peningum vegna „Kaupthinking”, sem geymdir eru á leynilegum bankareikningum eiginkvenna ykkar í Sviss, erum við nauðbeygð til að verjast óréttlátum kröfum frá arftökum Kaupþings í Lúxemborg (Banque Havilland) og Kaupþingi hf. sem nota blekkingar ykkar til að reyna að hagnast.“Slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen.Getty/Jason KempinÞá keypti Magnús þann 21. ágúst 2008 skuldabréf í Kaupþingi fyrir milljónir dala í nafni Karenar Millen „án þess að hún hefði hugmynd um það.“ Tapið vegna skuldabréfanna færði Magnús á reikning Stanford í Kaupþingi í Lúxemborg, „án þess að segja mér frá því,“ skrifar Kevin Stanford.Stolnar evrur nýst Landspítala Víkur þá sögunni að neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sem hljóðaði upp á 500 milljónir evra og veitt var með það fyrir augum að bjarga bankanum. Stanford segir ótrúlegt hvernig Hreiðari tókst að plata Seðlabankann til að fallast á lánið - „þegar þú vissir að Kaupþing var gjaldþrota; þú notaðir svo 171 milljón evrur af peningum landa þinna til að borga niður skuld Kaupþings í Lúxemborg við Lindsor Holdings Corporation til að undirbúa yfirtöku þína á Kaupþingi í Lúxemborg“ Stanford bætir við að Seðlabankanum hafi aldrei tekist að endurheimta umræddar 171 milljón evrur. „Það er líka kaldhæðnislegt að eftir að þið stáluð (171 milljón evrum) af íslensku þjóðinni, sem myndi duga til að borga fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, til að fjármagna hugmyndir ykkar um að kaupa Kaupþing í Lúxemborg, þá heldur íslenska þjóðin áfram að fjármagna hótelin ykkar í gegnum ríkisbankana, Landsbanka og Íslandsbanka. Það er líka ótrúlegt að Stefnir hf., dótturfélag Arion banka (sem áður hét Kaupþing hf.), hafi fjárfest í hótelverkefnum ykkar,“ skrifa þau Stanford og Millen.Bréf þeirra má nálgast í heild sinni hér á ensku,sem og á vef Kjarnans.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Kaupþing keypti kröfu á Kevin Stanford af eignarhaldsfélagi ríkissjóðs. Kaupin komu til skömmu eftir að breski fjárfestirinn hafnaði sáttatilboði Kaupþings fyrr í sumar. Kaupþing segist ekki eiga von á að ná sáttum við Stanford. 23. ágúst 2017 07:30 Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. 31. mars 2017 09:09 Kevin Stanford vill 109 milljarða frá Kaupþingi Kevin Stanford, fyrrverandi eiginmaður Karen Millen, hefur stefnt slitabúi Kaupþings og krefst 545 milljóna punda eða um 109 milljarða króna. 13. nóvember 2015 17:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Kaupþing keypti kröfu á Kevin Stanford af eignarhaldsfélagi ríkissjóðs. Kaupin komu til skömmu eftir að breski fjárfestirinn hafnaði sáttatilboði Kaupþings fyrr í sumar. Kaupþing segist ekki eiga von á að ná sáttum við Stanford. 23. ágúst 2017 07:30
Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. 31. mars 2017 09:09
Kevin Stanford vill 109 milljarða frá Kaupþingi Kevin Stanford, fyrrverandi eiginmaður Karen Millen, hefur stefnt slitabúi Kaupþings og krefst 545 milljóna punda eða um 109 milljarða króna. 13. nóvember 2015 17:41