Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 07:00 May var öllu kátari með gærkvöldið en þriðjudagskvöldið. vísir/epa Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira