Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 07:00 May var öllu kátari með gærkvöldið en þriðjudagskvöldið. vísir/epa Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira