Tækifæri í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2019 06:30 Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar. Mannamót hefur vaxið hratt frá því að vera lítil hugmynd um að búa til ákjósanlegan vettvang fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilunum í Reykjavík, yfir í það að vera ein af lykilstoðum vaxtar og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á þessum vettvangi verða á hverju ári til gríðarlega mikil viðskipti, nýjar hugmyndir fæðast og samstarf verður til um ýmis verkefni. Tengsl styrkjast, auk þess að myndast á staðnum, enda er Mannamót frábær stökkpallur fyrir ný fyrirtæki inn í atvinnugreinina. Sérstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi felst í mannauðnum sem skapar eftirsótta þjónustu og vinnur sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengjast því að koma erlendum ferðamönnum á áfangastaðinn og heim aftur með frábæra upplifun í farteskinu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan þurft að vinna hratt að því að þróa þjónustu sína og byggja upp innviði þar sem vöxtur í komum erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega hraður. Mörg svæði hafa náð að byggja upp kröftuga ferðaþjónustu en í flestum landshlutum er enn mikil þörf á þróun og uppbyggingu, þar sem við höfum ekki náð að byggja upp heilsársferðaþjónustu um allt land. Síðastliðin ár hefur hvert svæði sett ákveðin verkefni í forgang sem nauðsynlegt er að vinna til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu um allt landið en þessi verkefni tengjast samgöngum, uppbyggingu og skipulagi við nátttúruperlur, fjármögnun innviða og nýsköpunar, markaðssetningu og upplýsingagjöf svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni verða aðeins unnin í góðu samstarfi ríkis og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ef horft er til fjölda þátttakenda í Mannamóti þá er engan bilbug að finna á ferðaþjónustuaðilum og við getum áfram horft með bjartsýni til ferðaþjónustunnar sem einnar meginatvinnugreinar Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talsmaður markaðsstofa landshlutanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar. Mannamót hefur vaxið hratt frá því að vera lítil hugmynd um að búa til ákjósanlegan vettvang fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilunum í Reykjavík, yfir í það að vera ein af lykilstoðum vaxtar og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á þessum vettvangi verða á hverju ári til gríðarlega mikil viðskipti, nýjar hugmyndir fæðast og samstarf verður til um ýmis verkefni. Tengsl styrkjast, auk þess að myndast á staðnum, enda er Mannamót frábær stökkpallur fyrir ný fyrirtæki inn í atvinnugreinina. Sérstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi felst í mannauðnum sem skapar eftirsótta þjónustu og vinnur sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengjast því að koma erlendum ferðamönnum á áfangastaðinn og heim aftur með frábæra upplifun í farteskinu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan þurft að vinna hratt að því að þróa þjónustu sína og byggja upp innviði þar sem vöxtur í komum erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega hraður. Mörg svæði hafa náð að byggja upp kröftuga ferðaþjónustu en í flestum landshlutum er enn mikil þörf á þróun og uppbyggingu, þar sem við höfum ekki náð að byggja upp heilsársferðaþjónustu um allt land. Síðastliðin ár hefur hvert svæði sett ákveðin verkefni í forgang sem nauðsynlegt er að vinna til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu um allt landið en þessi verkefni tengjast samgöngum, uppbyggingu og skipulagi við nátttúruperlur, fjármögnun innviða og nýsköpunar, markaðssetningu og upplýsingagjöf svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni verða aðeins unnin í góðu samstarfi ríkis og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ef horft er til fjölda þátttakenda í Mannamóti þá er engan bilbug að finna á ferðaþjónustuaðilum og við getum áfram horft með bjartsýni til ferðaþjónustunnar sem einnar meginatvinnugreinar Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talsmaður markaðsstofa landshlutanna.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar