Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2019 21:30 Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. Ríkissjóður á hundrað prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent í Landsbankanum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem unnin var að beiðni ríkisstjórnarinnar og kom út hinn 10. desember síðastliðinn, er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Þá er hugmyndinni um samfélagsbanka hafnað. Vitnað er í álitsgerð Ásgeirs Jónssonar dósents í hagfræði. Þar segir: „Það er því erfitt að sjá hverju það ætti að skila fyrir eiganda eða viðskiptavini Landsbankans að breyta honum í samfélagsbanka/sparisjóð. Í besta falli yrði lítil sem engin breyting á starfsemi bankans, í versta falli væri verið að þvinga hann í úrelt rekstrarlíkan.“ Frosti Sigurjónsson fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann telur að höfundar hvítbókarinnar hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án fullnægjandi rökstuðnings. „Mér fannst í þessari hvítbók, sem var að koma núna út og átti að fjalla um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, þar var þessari spurningu ekkert svarað. Það var ekkert fjallað um hana. Þá á ég við samfélagsbanka að þýskri fyrirmynd,“ segir Frosti.Hver er munurinn á samfélagsbanka og sparisjóði? „Samfélagsbankar, eins og þeir eru í Þýskalandi, byggja á mörg hundruð ára fyrirkomulagi. Sparisjóðirnir íslensku, eins og þeir voru hér áður en þeim var breytt í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, voru svipaðir eins og þetta kerfi er í Þýskalandi. Bankar sem hugsa um sitt nærumhverfi. Þeir eru reknir fyrir samfélagið og ef það er einhver arður af rekstrinum þá rennur hann til samfélagsins. Þeir sinna smáum og meðalstórum fyrirtækjum, eru kjölfestan í þýsku efnahagslífi og njóta gríðarlegs trausts í Þýskalandi,“ segir Frosti. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. Ríkissjóður á hundrað prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent í Landsbankanum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem unnin var að beiðni ríkisstjórnarinnar og kom út hinn 10. desember síðastliðinn, er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Þá er hugmyndinni um samfélagsbanka hafnað. Vitnað er í álitsgerð Ásgeirs Jónssonar dósents í hagfræði. Þar segir: „Það er því erfitt að sjá hverju það ætti að skila fyrir eiganda eða viðskiptavini Landsbankans að breyta honum í samfélagsbanka/sparisjóð. Í besta falli yrði lítil sem engin breyting á starfsemi bankans, í versta falli væri verið að þvinga hann í úrelt rekstrarlíkan.“ Frosti Sigurjónsson fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann telur að höfundar hvítbókarinnar hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án fullnægjandi rökstuðnings. „Mér fannst í þessari hvítbók, sem var að koma núna út og átti að fjalla um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, þar var þessari spurningu ekkert svarað. Það var ekkert fjallað um hana. Þá á ég við samfélagsbanka að þýskri fyrirmynd,“ segir Frosti.Hver er munurinn á samfélagsbanka og sparisjóði? „Samfélagsbankar, eins og þeir eru í Þýskalandi, byggja á mörg hundruð ára fyrirkomulagi. Sparisjóðirnir íslensku, eins og þeir voru hér áður en þeim var breytt í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, voru svipaðir eins og þetta kerfi er í Þýskalandi. Bankar sem hugsa um sitt nærumhverfi. Þeir eru reknir fyrir samfélagið og ef það er einhver arður af rekstrinum þá rennur hann til samfélagsins. Þeir sinna smáum og meðalstórum fyrirtækjum, eru kjölfestan í þýsku efnahagslífi og njóta gríðarlegs trausts í Þýskalandi,“ segir Frosti.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30