Basko tapaði rúmum milljarði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Basko rekur sex 10-11 verslanir. Fréttablaðið/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira