Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.Stóraukið álag á vegakerfinu Fjöldi ekinna kílómetra á þjóðvegum landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Umferðin hefur breyst mikið á undanförnum árum og aukist um 46% á Hringveginum á sl. fimm árum. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu enda var það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, þungaflutningar minni og umferðarhraðinn lægri. Fjölgun ferðamanna hefur ítrekað farið fram úr bjartsýnustu spám og eru ákveðnir staðir vinsælli en aðrir með tilheyrandi álagi á stofnæðar þjóðvegakerfisins til og frá Reykjavík.Almenningssamgöngur Aukning í umferð er ekki einungis á vinsælum ferðamannaleiðum og helstu tengingum út úr höfuðborginni. Umferðaraukning hefur einnig verið á höfuðborgarsvæðinu en miðað við óbreytt ástand þá er áætlað að hún aukist um 40% til ársins 2040. Viðræður eru í starfshópi ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Fjármögnun samgangna Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skilar ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði, og deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.Stóra stökkið Ástand í samgöngum á ekki að hefta lífsgæði eða hafa neikvæð áhrif á líf fólks, heldur þvert á móti. Færa þarf vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Umfang áætlaðra flýtiframkvæmda er um 10% af heildarsamgönguáætlun, um 60 milljarðar króna. Þær fela í sér alvöru framkvæmdir s.s. breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar akstursstefnur. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og aðskilnaður akstursstefna er gott dæmi um hve miklum árangri má ná með slíkum aðgerðum en verulega hefur dregið úr alvarlegum slysum á þeirri leið eftir framkvæmdina. Bylting verður í umferðaröryggi þegar Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verða tvöfaldaðir.Gjaldtöku lýkur Gert er ráð fyrir að afmarkaðar leiðir verði fjármagnaðar af þeim sem nýta, líkt og þekkt var í Hvalfjarðargöngum. Gjaldtaka hófst og gjaldtöku lauk. Afmörkuðu leiðirnar þurfa að taka mið af stöðu svæða, ferðaþjónustu, öryggissjónarmiðum og vali um aðra leið þar sem því verður við komið. Að loknum framkvæmdum og endurbótum verður innheimt tímabundið gjald og gjaldtöku hætt að lokinni uppgreiðslu láns. Tímalínan gæti verið þessi: Útboð hefjast á þessu ári, framkvæmdir á því næsta og innheimta að þeim loknum, árið 2024. Gjaldtakan myndi þá hefjast á svipuðum tíma og skatttekjur af ökutækjum færu minnkandi.Sátt um samgönguáætlun Samgönguáætlun hefur verið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, síðan í október. Mikilvægt er að sátt náist um hvaða leiðir á að taka út fyrir sviga og setja í flýtiframkvæmdir. Forsenda þess að farið verði í gjaldtöku er gagnsæi um ráðstöfun fjármagns, að innheimt gjöld fari til afmörkuðu framkvæmdanna.Jafnræði Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um framtíðarfjármögnun vegakerfisins. Jafnræði þarf að ríkja um greiðslu gjalda. Markmiðið er að sem flestir taki þátt, að gjaldið deilist á sem flesta, t.d. þannig að ferðamenn greiði einnig. Bæði kostnaður flýtiframkvæmda og umferð er mismikil á hverri leið fyrir sig. Þannig þarf umfjöllun að eiga sér stað um annars vegar að sama gjaldið gildi fyrir allar leiðir, óháð umferð eða hins vegar hvort gjaldið eigi að endurspegla kostnað framkvæmda og umferð á hverjum stað. Mikilvægt er að fá sameiginlega sýn en niðurstöður starfshóps og nánari útfærslur munu liggja fyrir á næstu dögum sem frumvarpið mun byggja á. Markmiðið með flýtiframkvæmdum er að auka umferðaröryggi, skilvirkni í umferðinni og fækka slysum. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir eru það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Högum akstri eftir aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.Stóraukið álag á vegakerfinu Fjöldi ekinna kílómetra á þjóðvegum landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Umferðin hefur breyst mikið á undanförnum árum og aukist um 46% á Hringveginum á sl. fimm árum. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu enda var það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, þungaflutningar minni og umferðarhraðinn lægri. Fjölgun ferðamanna hefur ítrekað farið fram úr bjartsýnustu spám og eru ákveðnir staðir vinsælli en aðrir með tilheyrandi álagi á stofnæðar þjóðvegakerfisins til og frá Reykjavík.Almenningssamgöngur Aukning í umferð er ekki einungis á vinsælum ferðamannaleiðum og helstu tengingum út úr höfuðborginni. Umferðaraukning hefur einnig verið á höfuðborgarsvæðinu en miðað við óbreytt ástand þá er áætlað að hún aukist um 40% til ársins 2040. Viðræður eru í starfshópi ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Fjármögnun samgangna Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skilar ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði, og deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.Stóra stökkið Ástand í samgöngum á ekki að hefta lífsgæði eða hafa neikvæð áhrif á líf fólks, heldur þvert á móti. Færa þarf vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Umfang áætlaðra flýtiframkvæmda er um 10% af heildarsamgönguáætlun, um 60 milljarðar króna. Þær fela í sér alvöru framkvæmdir s.s. breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar akstursstefnur. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og aðskilnaður akstursstefna er gott dæmi um hve miklum árangri má ná með slíkum aðgerðum en verulega hefur dregið úr alvarlegum slysum á þeirri leið eftir framkvæmdina. Bylting verður í umferðaröryggi þegar Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verða tvöfaldaðir.Gjaldtöku lýkur Gert er ráð fyrir að afmarkaðar leiðir verði fjármagnaðar af þeim sem nýta, líkt og þekkt var í Hvalfjarðargöngum. Gjaldtaka hófst og gjaldtöku lauk. Afmörkuðu leiðirnar þurfa að taka mið af stöðu svæða, ferðaþjónustu, öryggissjónarmiðum og vali um aðra leið þar sem því verður við komið. Að loknum framkvæmdum og endurbótum verður innheimt tímabundið gjald og gjaldtöku hætt að lokinni uppgreiðslu láns. Tímalínan gæti verið þessi: Útboð hefjast á þessu ári, framkvæmdir á því næsta og innheimta að þeim loknum, árið 2024. Gjaldtakan myndi þá hefjast á svipuðum tíma og skatttekjur af ökutækjum færu minnkandi.Sátt um samgönguáætlun Samgönguáætlun hefur verið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, síðan í október. Mikilvægt er að sátt náist um hvaða leiðir á að taka út fyrir sviga og setja í flýtiframkvæmdir. Forsenda þess að farið verði í gjaldtöku er gagnsæi um ráðstöfun fjármagns, að innheimt gjöld fari til afmörkuðu framkvæmdanna.Jafnræði Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um framtíðarfjármögnun vegakerfisins. Jafnræði þarf að ríkja um greiðslu gjalda. Markmiðið er að sem flestir taki þátt, að gjaldið deilist á sem flesta, t.d. þannig að ferðamenn greiði einnig. Bæði kostnaður flýtiframkvæmda og umferð er mismikil á hverri leið fyrir sig. Þannig þarf umfjöllun að eiga sér stað um annars vegar að sama gjaldið gildi fyrir allar leiðir, óháð umferð eða hins vegar hvort gjaldið eigi að endurspegla kostnað framkvæmda og umferð á hverjum stað. Mikilvægt er að fá sameiginlega sýn en niðurstöður starfshóps og nánari útfærslur munu liggja fyrir á næstu dögum sem frumvarpið mun byggja á. Markmiðið með flýtiframkvæmdum er að auka umferðaröryggi, skilvirkni í umferðinni og fækka slysum. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir eru það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Högum akstri eftir aðstæðum.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar