Dómurinn staðfestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2019 10:15 Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. Nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira