Þröngsýni um fjármálakerfið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. janúar 2019 08:00 Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best er að nýta þá kosti sem eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum býður upp á. Það er ekki á vísan að róa með að sú staða skapist á ný, þannig að mikilvægast er að vanda sig. Þá eigum við að læra það af sögunni að sala á ríkisbönkum er ekki endilega alltaf til góðs. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta að finna um framtíðarskipulagningu fjármálakerfisins: „Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Við þurfum að vera óhrædd við að velta upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar. Á að sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn stóran banka, þar sem ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir, með tilheyrandi hagræðingu? Eigum við að stefna að því að koma á fót samfélagsbanka? Hvernig uppfyllum við það ákvæði stjórnarsáttmálans best um að fjármálakerfið þjóni samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt? Þetta allt, og meira til, þarf að ræða. Umræða um fjármálakerfið má ekki hverfast um þá einföldu spurningu hvort eigi að selja banka eður ei. Því er allt tal um það hve söluvænn Landsbankinn er fullkomlega ótímabært. Þá er ágætt að hafa í huga að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir hvítbókarvinnuna er almenningur almennt jákvæður í garð þess að ríkið eigi banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best er að nýta þá kosti sem eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum býður upp á. Það er ekki á vísan að róa með að sú staða skapist á ný, þannig að mikilvægast er að vanda sig. Þá eigum við að læra það af sögunni að sala á ríkisbönkum er ekki endilega alltaf til góðs. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta að finna um framtíðarskipulagningu fjármálakerfisins: „Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Við þurfum að vera óhrædd við að velta upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar. Á að sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn stóran banka, þar sem ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir, með tilheyrandi hagræðingu? Eigum við að stefna að því að koma á fót samfélagsbanka? Hvernig uppfyllum við það ákvæði stjórnarsáttmálans best um að fjármálakerfið þjóni samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt? Þetta allt, og meira til, þarf að ræða. Umræða um fjármálakerfið má ekki hverfast um þá einföldu spurningu hvort eigi að selja banka eður ei. Því er allt tal um það hve söluvænn Landsbankinn er fullkomlega ótímabært. Þá er ágætt að hafa í huga að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir hvítbókarvinnuna er almenningur almennt jákvæður í garð þess að ríkið eigi banka.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun