Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2019 14:34 Kristján Georg Jósteinsson hefur árabil rekið kampavínsklúbba í Austurstræti, meðal annars undir nöfnunum Shooters og VIP Club. Vísir/Vilhelm Ákæruvaldið hefði betur fylgt eigin yfirlýsingum og litið á heildarmyndina að sögn Reimars Snæfells Péturssonar, verjanda Kristjáns Georgs Jósteinssonar í Icelandair-innherjasvikamálinu. Kristjáni er gefið að sök að hafa fengið upplýsingar innan úr Icelandair frá æskuvini sínum, Kjartan Jónssyni, og nýtt þær til að hagnast myndarlega í Kauphöllinni. Reimar sakaði ákæruvaldið um að handvelja örfáar staðreyndir til að teikna upp sína mynd af viðskiptum Kristjáns Georgs með bréf í Icelandair. Hið rétta væri þó að viðskiptin hefðu verið 18 talsins og að skjólstæðingur hans hafi byggt allar sínar ákvarðanir á áratugareynslu sinni af verðbréfamörkuðum. Icelandair hafi orðið fyrir valinu vegna þess að félagið hafði á þessum tíma mestu veltu í Kauphöllinni, fréttir af Icelandair birtust reglulega í fjölmiðlum auk þess sem Kristján Georg starfaði sjálfur við ferðamennsku. Í þessu ljósi þyrfti því að líta á viðskiptasögu Kristjáns Georgs með bréf í Icelandair í heild sinni. Það leiddi til að mynda í ljós að sumir hinna 18 valréttarsamninga höfðu verið gerðir upp með hagnaði – en aðrir með töluverðu tapi. „Það er líka athugavert að hér er ekki ákært fyrir þann samning sem kom best út,“ undirstrikaði Reimar. Þessi samningur hafi verið gerður þegar „Icelandair sendi ekki frá sér eina einustu tilkynningu. Ekki bendir það til að þarna sé verið að stunda einhver gríðarlega vafasöm viðskipti.“ Þannig gaf Reimar í skyn að ákæruvaldið hafi í sínum málflutningi handvalið einstaka samninga til að gera viðskipti Kristjáns tortryggileg. Reimar Pétursson, til vinstri, gætir hagsmuna Kristjáns Georgs sem stendur fyrir aftan hann.Vísir/Vilhelm „Heildarmynd viðskiptanna er hins vegar ekki tortryggileg,“ sagði Reimar og bætti við til einföldunar: „Stundum er hagnaður, stundum er tap.“ Því til staðfestingar varpaði Reimar upp línu- og súluritum sem sýndu flökt á gengi Icelandair á tímabilinu sem ákæran tekur til. Þótti Reimari að þau sönnuðu að greina hefði mátt ýmsar vísbendingar um það hvernig gengi bréfa Icelandair myndi þróast. Á þessum vísbendingum mætti byggja ákvarðanir sínar um hlutabréfakaup, innherjaupplýsingar þyrftu ekki að koma til. Þá hafnaði Reimar fullyrðingum ákæruvaldsins um að ekkert væri að eiga sér stað með gengi Icelandair um mitt ár 2016, þegar Kristján Georg var með valréttarsamning í félaginu. Þvert á móti hafi bréf í félaginu lækkað nokkuð hressilega um þetta leyti - og það vegna þátta sem voru öllum meintum innherjaupplýsingum frá Kjartani óviðkomandi. Til að mynda voru niðurstöður Brexit-kosninga taldar geta haft neikvæð áhrif á íslenskan flugrekstur, hryðjuverk í Nice gætu dregið tennurnar úr ferðamannabransanum auk þess sem ummæli aðstoðarforstjóra Icelandair í fjölmiðlum gáfu ekki tilefni til bjartsýni. Fyrir vikið lækkuðu bréf í Icelandair og ekki væri að sjá að upplýsingar frá Kjartani hefðu spilað þar neina rullu. Þar að auki hefði ákæruvaldinu ekki tekist, að mati Reimars, að sýna fram á að Kristján hafi vitað að Kjartan væri skráður sem fruminnherji hjá Icelandair. Kristján hafnaði því að hafa búið yfir þeirri vitneskju – „og engin tilraun var gerð af hálfu ákæruvaldsins til þess að hrekja þessa fullyrðing.“ Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Þá þótti Reimari ámælisvert að saksóknari hafi reynt að gera reiðufjárnotkun Kristjáns Georgs tortryggilega. Það sé fyllilega heimilt samkvæmt íslenskum lögum að eiga og nota reiðufé – það sé hreinlega óheimilt að synja viðtöku greiðslu í reiðufé. „Það væri nú saga til næsta bæjar að kveða upp dóm sem fæli það í sér að seðlar væru eitthvað síður gjaldgengir í viðskiptum en víxlar eða tékkar eða guð má vita hvað,“ sagði Reimar. Hann tók jafnframt undir málflutning Jónasar Fr. Jónssonar, verjanda Kjartans Jónssonar, að alla nákvæmni vantaði í allan málatilbúningi ákæruvaldsins. Ekki hafi verið sýnt fram á, með óyggjandi hætti, að upplýsingum innan úr Icelandair hafi verið miðlað áfram. Þar að auki hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna hvernig þessar upplýsingar hefðu getað haft áhrif á gengi Icelandair. Flutningstölurnar sem Kjartan bjó yfir og saksóknari vísaði væru þannig ekki til þess fallnar að mati Reimars. Tímalína ákæruvaldsins stæðist þar að auki ekki skoðun að sögn Reimars, auk þess sem orðalag margumræddra tölvupósta milli Kristjáns og Kjartans gæfi alls ekki – með óyggjandi hætti – til kynna að samskipti þeirra sýndu fram á eitthvað saknæmt. Reimari þótti þvert á móti merkilegt að þrátt fyrir alla tölvupóstana sem varpað var upp væri hvergi að finna haldbæra sönnun fyrir því að Kjartan byggi yfir og hafi miðlað innherjaupplýsingum sem einhverju máli skiptu. Reimar setti einnig spurningarmerki við upptökukröfu ákæruvaldsins, sem hann sagði ekki í nokkru samræmi við áætlaðan hagnað af hinni meintu upplýsingagjöf. Að sama skapi verði ekki séð að mikið tjón hafi geta orðið af þessum gjörningum, ef eitthvað. Kallaði Reimar því eftir sýknudómi yfir skjólstæðingi sínum. Ef ekki yrði fallist á sýknu færi hann því fram á þann allra vægasta dóm sem íslensk lög leyfa í þessum málum og minnti dómara málsins í því samhengi á að Kristján Georg væri fjölskyldumaður. Kristján Georg hefur um árabil rekið kampavínsklúbba í Austurstræti undir ýmsum nöfnum, þar á meðal VIP Club og Shooters, og þá hlaut hann dóm fyrir nokkrum árum vegna reksturs spilavítisins Poker&Play í Skeifunni. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 „Áður en öndin talar eða gengur þá verður að finna öndina“ Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, segir að ákæruvaldinu hafi mistekist að renna stoðum undir nokkur lykilatriði, sem þyrftu að vera til staðar svo að hægt sé að sakfella skjólstæðing sinn. 24. janúar 2019 13:34 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ákæruvaldið hefði betur fylgt eigin yfirlýsingum og litið á heildarmyndina að sögn Reimars Snæfells Péturssonar, verjanda Kristjáns Georgs Jósteinssonar í Icelandair-innherjasvikamálinu. Kristjáni er gefið að sök að hafa fengið upplýsingar innan úr Icelandair frá æskuvini sínum, Kjartan Jónssyni, og nýtt þær til að hagnast myndarlega í Kauphöllinni. Reimar sakaði ákæruvaldið um að handvelja örfáar staðreyndir til að teikna upp sína mynd af viðskiptum Kristjáns Georgs með bréf í Icelandair. Hið rétta væri þó að viðskiptin hefðu verið 18 talsins og að skjólstæðingur hans hafi byggt allar sínar ákvarðanir á áratugareynslu sinni af verðbréfamörkuðum. Icelandair hafi orðið fyrir valinu vegna þess að félagið hafði á þessum tíma mestu veltu í Kauphöllinni, fréttir af Icelandair birtust reglulega í fjölmiðlum auk þess sem Kristján Georg starfaði sjálfur við ferðamennsku. Í þessu ljósi þyrfti því að líta á viðskiptasögu Kristjáns Georgs með bréf í Icelandair í heild sinni. Það leiddi til að mynda í ljós að sumir hinna 18 valréttarsamninga höfðu verið gerðir upp með hagnaði – en aðrir með töluverðu tapi. „Það er líka athugavert að hér er ekki ákært fyrir þann samning sem kom best út,“ undirstrikaði Reimar. Þessi samningur hafi verið gerður þegar „Icelandair sendi ekki frá sér eina einustu tilkynningu. Ekki bendir það til að þarna sé verið að stunda einhver gríðarlega vafasöm viðskipti.“ Þannig gaf Reimar í skyn að ákæruvaldið hafi í sínum málflutningi handvalið einstaka samninga til að gera viðskipti Kristjáns tortryggileg. Reimar Pétursson, til vinstri, gætir hagsmuna Kristjáns Georgs sem stendur fyrir aftan hann.Vísir/Vilhelm „Heildarmynd viðskiptanna er hins vegar ekki tortryggileg,“ sagði Reimar og bætti við til einföldunar: „Stundum er hagnaður, stundum er tap.“ Því til staðfestingar varpaði Reimar upp línu- og súluritum sem sýndu flökt á gengi Icelandair á tímabilinu sem ákæran tekur til. Þótti Reimari að þau sönnuðu að greina hefði mátt ýmsar vísbendingar um það hvernig gengi bréfa Icelandair myndi þróast. Á þessum vísbendingum mætti byggja ákvarðanir sínar um hlutabréfakaup, innherjaupplýsingar þyrftu ekki að koma til. Þá hafnaði Reimar fullyrðingum ákæruvaldsins um að ekkert væri að eiga sér stað með gengi Icelandair um mitt ár 2016, þegar Kristján Georg var með valréttarsamning í félaginu. Þvert á móti hafi bréf í félaginu lækkað nokkuð hressilega um þetta leyti - og það vegna þátta sem voru öllum meintum innherjaupplýsingum frá Kjartani óviðkomandi. Til að mynda voru niðurstöður Brexit-kosninga taldar geta haft neikvæð áhrif á íslenskan flugrekstur, hryðjuverk í Nice gætu dregið tennurnar úr ferðamannabransanum auk þess sem ummæli aðstoðarforstjóra Icelandair í fjölmiðlum gáfu ekki tilefni til bjartsýni. Fyrir vikið lækkuðu bréf í Icelandair og ekki væri að sjá að upplýsingar frá Kjartani hefðu spilað þar neina rullu. Þar að auki hefði ákæruvaldinu ekki tekist, að mati Reimars, að sýna fram á að Kristján hafi vitað að Kjartan væri skráður sem fruminnherji hjá Icelandair. Kristján hafnaði því að hafa búið yfir þeirri vitneskju – „og engin tilraun var gerð af hálfu ákæruvaldsins til þess að hrekja þessa fullyrðing.“ Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Þá þótti Reimari ámælisvert að saksóknari hafi reynt að gera reiðufjárnotkun Kristjáns Georgs tortryggilega. Það sé fyllilega heimilt samkvæmt íslenskum lögum að eiga og nota reiðufé – það sé hreinlega óheimilt að synja viðtöku greiðslu í reiðufé. „Það væri nú saga til næsta bæjar að kveða upp dóm sem fæli það í sér að seðlar væru eitthvað síður gjaldgengir í viðskiptum en víxlar eða tékkar eða guð má vita hvað,“ sagði Reimar. Hann tók jafnframt undir málflutning Jónasar Fr. Jónssonar, verjanda Kjartans Jónssonar, að alla nákvæmni vantaði í allan málatilbúningi ákæruvaldsins. Ekki hafi verið sýnt fram á, með óyggjandi hætti, að upplýsingum innan úr Icelandair hafi verið miðlað áfram. Þar að auki hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna hvernig þessar upplýsingar hefðu getað haft áhrif á gengi Icelandair. Flutningstölurnar sem Kjartan bjó yfir og saksóknari vísaði væru þannig ekki til þess fallnar að mati Reimars. Tímalína ákæruvaldsins stæðist þar að auki ekki skoðun að sögn Reimars, auk þess sem orðalag margumræddra tölvupósta milli Kristjáns og Kjartans gæfi alls ekki – með óyggjandi hætti – til kynna að samskipti þeirra sýndu fram á eitthvað saknæmt. Reimari þótti þvert á móti merkilegt að þrátt fyrir alla tölvupóstana sem varpað var upp væri hvergi að finna haldbæra sönnun fyrir því að Kjartan byggi yfir og hafi miðlað innherjaupplýsingum sem einhverju máli skiptu. Reimar setti einnig spurningarmerki við upptökukröfu ákæruvaldsins, sem hann sagði ekki í nokkru samræmi við áætlaðan hagnað af hinni meintu upplýsingagjöf. Að sama skapi verði ekki séð að mikið tjón hafi geta orðið af þessum gjörningum, ef eitthvað. Kallaði Reimar því eftir sýknudómi yfir skjólstæðingi sínum. Ef ekki yrði fallist á sýknu færi hann því fram á þann allra vægasta dóm sem íslensk lög leyfa í þessum málum og minnti dómara málsins í því samhengi á að Kristján Georg væri fjölskyldumaður. Kristján Georg hefur um árabil rekið kampavínsklúbba í Austurstræti undir ýmsum nöfnum, þar á meðal VIP Club og Shooters, og þá hlaut hann dóm fyrir nokkrum árum vegna reksturs spilavítisins Poker&Play í Skeifunni.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 „Áður en öndin talar eða gengur þá verður að finna öndina“ Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, segir að ákæruvaldinu hafi mistekist að renna stoðum undir nokkur lykilatriði, sem þyrftu að vera til staðar svo að hægt sé að sakfella skjólstæðing sinn. 24. janúar 2019 13:34 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32
„Áður en öndin talar eða gengur þá verður að finna öndina“ Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, segir að ákæruvaldinu hafi mistekist að renna stoðum undir nokkur lykilatriði, sem þyrftu að vera til staðar svo að hægt sé að sakfella skjólstæðing sinn. 24. janúar 2019 13:34
Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30