Drónarnir á Gatwick kostuðu EasyJet milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:12 Vélar Easyjet á Gatwick-flugvelli. Getty/Education Images Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42