Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Andri Eysteinsson skrifar 21. janúar 2019 19:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. Óðfluga styttist í 29. mars, daginn sem áætlað er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Ástandið í breska þinginu hefur verið eldfimt en May tapaði á dögum kosningu í breska þinginu um Brexit en stóð hins vegar af sér vantraust sem Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagði fram. May hóf mál sitt í þinginu í dag með því að fordæma bílsprenginguna í Norður-Írlandi og tók þingið undir með henni þegar hún kallaði eftir því að koma skyldi í veg fyrir það að ástandið í Norður-Írlandi yrði eins og það var á árum áður. Forsætisráðherrann þakkaði því næst formönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á breska þinginu fyrir að hafa fundað með sér með opnum huga á undanförnum dögum. May gagnrýndi í leiðinni leiðtoga stjórnarandstöðunnar, formann Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, en hann kaus að funda ekki með May um næstu skref Brexit. Vonaðist May til þess að Corbyn myndi hugsa sinn gang vegna alvarleika málsins. Mikilvægt væri að allir ynnu saman í þessu mikilvæga máli. May hóf svo upptalningu á því sem helst bar á góma í fundarhöldum hennar og leiðtoga þingflokkana í vikunni.Telur ekki meirihluta í þingi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu May nefndi fyrst um sinn þær áhyggjur sem þingmenn hafa af því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án þess að ná samningum. May segir að tvær leiðir séu til þess að útiloka útgöngu Breta úr ESB án samnings, annars vegar sé að þingið einfaldlega samþykki Brexit-samning ríkisstjórnarinnar eða að hætt verði við ferlið. May sagði að frestun á útgöngunni útilokaði ekki samningsleysið heldur frestaði bara ákvörðuninni sem þingið stæði frammi fyrir.Forsætisráðherrann sagði einnig að þingið ætti ekki að leitast eftir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands ætti að fara fram. Slíkt setti hættulegt fordæmi að mati May, sér í lagi fyrir þá sem berjast fyrir því að Bretlandi verði skipt upp. Einnig gæti önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ollið glundroða í samfélaginu og grafið undan lýðræðinu.May sagðist ekki vita afstöðu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, til málsins en sagðist trúa því að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir annarri atkvæðagreiðslu.Fallið frá 65 punda gjaldi fyrir erlenda borgara Málefni Norður-Írlands voru fyrirferðarmikil í yfirlýsingu May og þvertók hún fyrir það að hún hygðist opna Belfast-samninginn um stöðu Norður-Írlands og Írlands. May sagðist einnig ætla að funda með fulltrúum norðurírska flokksins DUP og fleiri þarlendra aðila um málefni Norður-Írlands, þá sérstaklega um landamærin við Írland. Eftir þau fundarhöld muni hún leita aftur til Evrópusambandsins.May sló einnig á áhyggjur um að með útgöngu Breta myndi slakna á umhverfisvernd og félagslegum réttindum. May sagði þvert í móti að ríkisstjórnin skyldi tryggja það að Bretland myndi vísa veginn í þessum málefnum.May ræddi einnig stöðu breska ríkisborgara sem búsettir eru í Evrópusambandslöndum sem og ríkisborgara ESB-þjóða í Bretlandi. May sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að fallast frá gjöldum sem erlendir ríkisborgara þyrftu að greiða vildu þeir búa áfram í landinu. Áætlað hafði verið að fullorðnir hefðu þurft að greiða 65 pund en fyrir börn þyrfti að greiða hálft verð. May sagði einnig að ríkisstjórnin myndi berjast fyrir því að öll ESB-ríkin myndu veita breskum ríkisborgurum sömu réttindi. May nefndi að lokum þrjár breytingar sem þurfi í samningaviðræðunum. Forsætisráðherrann kallaði eftir meiri sveigjanleika í viðræðum á þinginu, meiri áherslu á réttindi launafólks og að mál Norður-Írlands verði leyst með hætti sem hentar Bretlandi öllu. Heyra mátti á upptöku af ræðu forsætisráðherrans að ekki væru allir á eitt sátti. Heyra mátti gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem sögðu enga breytingu hafa orðið á kröfum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. Óðfluga styttist í 29. mars, daginn sem áætlað er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Ástandið í breska þinginu hefur verið eldfimt en May tapaði á dögum kosningu í breska þinginu um Brexit en stóð hins vegar af sér vantraust sem Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagði fram. May hóf mál sitt í þinginu í dag með því að fordæma bílsprenginguna í Norður-Írlandi og tók þingið undir með henni þegar hún kallaði eftir því að koma skyldi í veg fyrir það að ástandið í Norður-Írlandi yrði eins og það var á árum áður. Forsætisráðherrann þakkaði því næst formönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á breska þinginu fyrir að hafa fundað með sér með opnum huga á undanförnum dögum. May gagnrýndi í leiðinni leiðtoga stjórnarandstöðunnar, formann Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, en hann kaus að funda ekki með May um næstu skref Brexit. Vonaðist May til þess að Corbyn myndi hugsa sinn gang vegna alvarleika málsins. Mikilvægt væri að allir ynnu saman í þessu mikilvæga máli. May hóf svo upptalningu á því sem helst bar á góma í fundarhöldum hennar og leiðtoga þingflokkana í vikunni.Telur ekki meirihluta í þingi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu May nefndi fyrst um sinn þær áhyggjur sem þingmenn hafa af því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án þess að ná samningum. May segir að tvær leiðir séu til þess að útiloka útgöngu Breta úr ESB án samnings, annars vegar sé að þingið einfaldlega samþykki Brexit-samning ríkisstjórnarinnar eða að hætt verði við ferlið. May sagði að frestun á útgöngunni útilokaði ekki samningsleysið heldur frestaði bara ákvörðuninni sem þingið stæði frammi fyrir.Forsætisráðherrann sagði einnig að þingið ætti ekki að leitast eftir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands ætti að fara fram. Slíkt setti hættulegt fordæmi að mati May, sér í lagi fyrir þá sem berjast fyrir því að Bretlandi verði skipt upp. Einnig gæti önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ollið glundroða í samfélaginu og grafið undan lýðræðinu.May sagðist ekki vita afstöðu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, til málsins en sagðist trúa því að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir annarri atkvæðagreiðslu.Fallið frá 65 punda gjaldi fyrir erlenda borgara Málefni Norður-Írlands voru fyrirferðarmikil í yfirlýsingu May og þvertók hún fyrir það að hún hygðist opna Belfast-samninginn um stöðu Norður-Írlands og Írlands. May sagðist einnig ætla að funda með fulltrúum norðurírska flokksins DUP og fleiri þarlendra aðila um málefni Norður-Írlands, þá sérstaklega um landamærin við Írland. Eftir þau fundarhöld muni hún leita aftur til Evrópusambandsins.May sló einnig á áhyggjur um að með útgöngu Breta myndi slakna á umhverfisvernd og félagslegum réttindum. May sagði þvert í móti að ríkisstjórnin skyldi tryggja það að Bretland myndi vísa veginn í þessum málefnum.May ræddi einnig stöðu breska ríkisborgara sem búsettir eru í Evrópusambandslöndum sem og ríkisborgara ESB-þjóða í Bretlandi. May sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að fallast frá gjöldum sem erlendir ríkisborgara þyrftu að greiða vildu þeir búa áfram í landinu. Áætlað hafði verið að fullorðnir hefðu þurft að greiða 65 pund en fyrir börn þyrfti að greiða hálft verð. May sagði einnig að ríkisstjórnin myndi berjast fyrir því að öll ESB-ríkin myndu veita breskum ríkisborgurum sömu réttindi. May nefndi að lokum þrjár breytingar sem þurfi í samningaviðræðunum. Forsætisráðherrann kallaði eftir meiri sveigjanleika í viðræðum á þinginu, meiri áherslu á réttindi launafólks og að mál Norður-Írlands verði leyst með hætti sem hentar Bretlandi öllu. Heyra mátti á upptöku af ræðu forsætisráðherrans að ekki væru allir á eitt sátti. Heyra mátti gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem sögðu enga breytingu hafa orðið á kröfum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira