„Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:49 Máninn mun taka á sig rauðan blæ í myrkvanum í nótt. Nicoló Campo/Getty Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann. Geimurinn Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann.
Geimurinn Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira