Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 11:00 Sverrir Einar Eiríksson rak starfsmannaleiguna Proventus á árunum fyrir hrun. Vísir Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir. Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir.
Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30