Bankar keppi á jafnræðisgrunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:23 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00
Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00