Innflutningsverslunin ræðir aðalatriði og aukaatriði Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður
Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun