Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir ákvörðun og yfirlýsingu nefndarinnar á fundinum.
Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. Einnig kom fram í yfirlýsingu nefndarinnar að gert er ráð fyrir 1,8% hagvexti í ár, þeim minnsta sem mælst hefur síðan árið 2012.
Már er formaður peningastefnunefndar en aðrir nefndarmenn eru, auk hans og Þórarins, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.