Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 13:45 Ísbreiða Himalajafjallanna er mikilvæg fyrir tvo milljarða íbúa á HKH-svæðinu. vísir/getty Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum. Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum.
Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45