Sérfræðingar safnsins telja að myndin hafi verið máluð á vinnustofu hollenska málarans Rogier van der Weyden og sé sem slíkt ómetanlegt. Á málverkinu má sjá kirkjunnar mann lesandi texta en talið er líklegt að maðurinn sé dýrlingurinn Ivo, franskur prestur sem dó árið 1303.
Wright segir að ýmislegt bendi til þess að verkið sé verk falsarans Eric Hebborn sem plataði listheiminn og uppboðshúsum árum saman með meistaralegum fölsunum á málverkum, meðal annars í sama stíl og verk eftir Rubens og Van Dyck.

Þá bendir hann á að safnið hafi sjálft komist að þeirri niðurstöðu að ramminn utan um málverki sé um 50 árum yngri en málverkið sjálft. Það segir Wright að geti bent til þess að Hebborn hafi málað verkið. Hann hafi gjarnað notað gamla striga og hafi allt eins getað notað gamalt húsgagn til þess að útbúa rammann.
Þá segir Wright að hetta á hempu mannsins sé afar undarleg auk þess sem að finna megi ör á andliti mannsins sem sé ansi nútímalegt í útliti. Þetta og meira til bendi til þess að málverkið sé mun yngra en safnið telur það vera.
Safnið hafnar fullyrðingum Wright og segir að enginn grundvöllur sé fyrir þeim. Yfirgæfandi líkur séu á því að það sé frá þeim tíma sem safnið telur að það sé frá. Skrár séu til um málverkið frá 1801 sem raktar hafi verið til nútímans.
Umfjöllun Guardian um fullyrðingar Wright.