Öllum starfsmönnum Hagkaups í Borgarnesi verður sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 21:00 Verslanir Hagkaups og Bónus í Borgarnesi. Vísir/Jói K. Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar. Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar.
Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent