Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:15 Berglind Rán Ólafsdóttir. Mynd/orka náttúrunnar Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en hún tók við því af Bjarna Má Júlíussyni sem vikið var frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu. Haft er eftir Berglindi í tilkynningu að hún hlakki til að taka á móti framtíðinni með Orku náttúrunnar. Þá séu forréttindi að búa í landi sem bjóði upp á auðlindir til endurnýjanlegrar rafmagnsframleiðslu. „Loftslagsmál eru lykilmál allra samfélaga og hefur vísindafólk ON þróað aðferðir til þess að binda gróðurhúsalofttegundir í grjót sem styður við metnaðarfull lofslagsmarkmið fyrirtækisins. Fyrirtæki í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun nýta einnig þessa brautryðjendatækni í sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Berglind. „Hluti af því að bregðast við loftslagsvandanum er að leggja áherslu á betri nýtingu auðlindanna. Jarðhitagarðurinn er einmitt vettvangur fyrir umhverfisvæna starfsemi sprotafyrirtækja sem leggja áherslu á nýsköpun, betri nýtingu og hringrásarhagkerfi.“ Mál Bjarna Más vakti mikla athygli á síðasta ári. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. Tilkynnt var um að Berglind tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON um miðjan september en áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. Orkumál Vistaskipti Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en hún tók við því af Bjarna Má Júlíussyni sem vikið var frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu. Haft er eftir Berglindi í tilkynningu að hún hlakki til að taka á móti framtíðinni með Orku náttúrunnar. Þá séu forréttindi að búa í landi sem bjóði upp á auðlindir til endurnýjanlegrar rafmagnsframleiðslu. „Loftslagsmál eru lykilmál allra samfélaga og hefur vísindafólk ON þróað aðferðir til þess að binda gróðurhúsalofttegundir í grjót sem styður við metnaðarfull lofslagsmarkmið fyrirtækisins. Fyrirtæki í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun nýta einnig þessa brautryðjendatækni í sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Berglind. „Hluti af því að bregðast við loftslagsvandanum er að leggja áherslu á betri nýtingu auðlindanna. Jarðhitagarðurinn er einmitt vettvangur fyrir umhverfisvæna starfsemi sprotafyrirtækja sem leggja áherslu á nýsköpun, betri nýtingu og hringrásarhagkerfi.“ Mál Bjarna Más vakti mikla athygli á síðasta ári. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. Tilkynnt var um að Berglind tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON um miðjan september en áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni.
Orkumál Vistaskipti Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira