Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 10:45 Hér má sjá mynd af Muthönu sem birt var á Twitter fyrir nokkrum árum. Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. Hún hefur beðið um að fá að snúa heim til fjölskyldu sinnar í Alabama en Muthana var tekin höndum af Kúrdum eftir að hún flúði frá síðasta yfirráðasvæði ISIS en það er á landamærum Sýrlands og Írak. Hún dvelur nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi ásamt 18 mánaða syni sínum. Muthana var áberandi á samfélagsmiðlum eftir að hún gekk til liðs við ISIS og kallaði meðal annars eftir því að Bandaríkjamenn yrðu drepnir. Nú segist hún hafa gert mikil mistök þegar hún fór frá heimalandi sínu fyrir fjórum árum en breska blaðið Guardian ræddi við hana.Something we’ve been quietly tracking for months, now it’s public. Hoda Muthana is alive. And she wants to come home. https://t.co/HZA08oCIJb — Seamus Hughes (@SeamusHughes) February 17, 2019„Við vorum einfaldlega fávís“ Muthana kveðst hafa misskilið trú sína, íslam. Á sínum tíma hafi vinir hennar talið að þeir væru að fylgja kenningum trúarinnar með því að ganga til liðs við ISIS. „Við vorum einfaldlega fávís […] og svo kom heilaga stríðið, ef þú vilt lýsa því þannig. Ég hélt að ég væri að gera hlutina rétt vegna Guðs,“ segir Muthana. Hún er eini Bandaríkjamaðurinn af um 1500 erlendum konum og börnum sem eru í flóttamannabúðunum en alls dvelja þar um 39 þúsund manns. Segja má að saga Muthönu innan ISIS sé samofin miklum uppgangi samtakanna og svo falli þeirra síðustu fimm árin. Muthana flúði að heiman árið 2014 og flaug til Tyrklands. Hún undirbjó ferðina í nokkra mánuði og hélt öllu leyndu fyrir fjölskyldu sinni. Hún kom sér síðan fyrir í sýrlensku borginni Raqqa sem þá var önnur af aðalborgum ISIS, hin var Mosul í Írak. Í Raqqa hitti Muthana ástralskan vígamann að nafni Suhan Rahman. Hún giftist honum en hann var sá fyrsti af þremur eiginmönnum hennar. Árið 2015 fór Muthana mikinn á Twitter þar sem hún sendi frá sér ýmis ógnvekjandi skilaboð. Nú segir hún að Twitter-reikningurinn hennar hafi verið tekinn yfir af öðrum einstaklingum.Fjöldi fólks, kvenna, barna og vígamanna, hafa undanfarið flúið síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi.vísir/gettyÓttast um framtíð sonar síns Fyrsti eiginmaður Muthönu var myrtur í bænum Kobaní en hún giftist aftur, vígamanni frá Túnis, og eignaðist með honum son sinn, Adam. Maður hennar var svo myrtur í Mosul og Muthana flúði ásamt tugum annarra kvenna enn lengra inn á svæði ISIS sem fór stöðugt minnkandi. Þar giftist hún svo sýrlenskum vígamanni. Muthana segir að fjölskylda hennar í Alabama hafi verið mjög íhaldssöm og meðal annars ekki leyft henni að fara út til að hitta vini sína. Þetta hafi átt sinn þátt í því að snerist til öfgatrúar. „Þig langar að fara út með vinum þínum og ég mátti það ekki. Ég sneri mér að trúnni og fór of geyst í því. Ég kenndi sjálfri mér og hélt að allt sem ég læsi væri rétt. Núna horfi ég til baka og tel að ég hafi verið fávís. Ég óttast um framtíð sonar míns,“ segir Muthana. Bandaríkin Írak Sýrland Tengdar fréttir Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Hefur þriðja barnið sem hún eignast í Sýrlandi. 17. febrúar 2019 13:12 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. Hún hefur beðið um að fá að snúa heim til fjölskyldu sinnar í Alabama en Muthana var tekin höndum af Kúrdum eftir að hún flúði frá síðasta yfirráðasvæði ISIS en það er á landamærum Sýrlands og Írak. Hún dvelur nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi ásamt 18 mánaða syni sínum. Muthana var áberandi á samfélagsmiðlum eftir að hún gekk til liðs við ISIS og kallaði meðal annars eftir því að Bandaríkjamenn yrðu drepnir. Nú segist hún hafa gert mikil mistök þegar hún fór frá heimalandi sínu fyrir fjórum árum en breska blaðið Guardian ræddi við hana.Something we’ve been quietly tracking for months, now it’s public. Hoda Muthana is alive. And she wants to come home. https://t.co/HZA08oCIJb — Seamus Hughes (@SeamusHughes) February 17, 2019„Við vorum einfaldlega fávís“ Muthana kveðst hafa misskilið trú sína, íslam. Á sínum tíma hafi vinir hennar talið að þeir væru að fylgja kenningum trúarinnar með því að ganga til liðs við ISIS. „Við vorum einfaldlega fávís […] og svo kom heilaga stríðið, ef þú vilt lýsa því þannig. Ég hélt að ég væri að gera hlutina rétt vegna Guðs,“ segir Muthana. Hún er eini Bandaríkjamaðurinn af um 1500 erlendum konum og börnum sem eru í flóttamannabúðunum en alls dvelja þar um 39 þúsund manns. Segja má að saga Muthönu innan ISIS sé samofin miklum uppgangi samtakanna og svo falli þeirra síðustu fimm árin. Muthana flúði að heiman árið 2014 og flaug til Tyrklands. Hún undirbjó ferðina í nokkra mánuði og hélt öllu leyndu fyrir fjölskyldu sinni. Hún kom sér síðan fyrir í sýrlensku borginni Raqqa sem þá var önnur af aðalborgum ISIS, hin var Mosul í Írak. Í Raqqa hitti Muthana ástralskan vígamann að nafni Suhan Rahman. Hún giftist honum en hann var sá fyrsti af þremur eiginmönnum hennar. Árið 2015 fór Muthana mikinn á Twitter þar sem hún sendi frá sér ýmis ógnvekjandi skilaboð. Nú segir hún að Twitter-reikningurinn hennar hafi verið tekinn yfir af öðrum einstaklingum.Fjöldi fólks, kvenna, barna og vígamanna, hafa undanfarið flúið síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi.vísir/gettyÓttast um framtíð sonar síns Fyrsti eiginmaður Muthönu var myrtur í bænum Kobaní en hún giftist aftur, vígamanni frá Túnis, og eignaðist með honum son sinn, Adam. Maður hennar var svo myrtur í Mosul og Muthana flúði ásamt tugum annarra kvenna enn lengra inn á svæði ISIS sem fór stöðugt minnkandi. Þar giftist hún svo sýrlenskum vígamanni. Muthana segir að fjölskylda hennar í Alabama hafi verið mjög íhaldssöm og meðal annars ekki leyft henni að fara út til að hitta vini sína. Þetta hafi átt sinn þátt í því að snerist til öfgatrúar. „Þig langar að fara út með vinum þínum og ég mátti það ekki. Ég sneri mér að trúnni og fór of geyst í því. Ég kenndi sjálfri mér og hélt að allt sem ég læsi væri rétt. Núna horfi ég til baka og tel að ég hafi verið fávís. Ég óttast um framtíð sonar míns,“ segir Muthana.
Bandaríkin Írak Sýrland Tengdar fréttir Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Hefur þriðja barnið sem hún eignast í Sýrlandi. 17. febrúar 2019 13:12 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Hefur þriðja barnið sem hún eignast í Sýrlandi. 17. febrúar 2019 13:12
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29