Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 13:12 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48