Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 13:47 Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. Hann var sjálfur rekinn í mars í fyrra. Vísir/AFP Fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI segist hafa skipað fyrir um rannsókn á því hvort að Donald Trump forseti hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Þetta hafi hann gert til að verja Rússarannsóknina svonefndu fyrir pólitískum afskiptum. Brottreksturinn á Comey í maí árið 2017 varð tilefni þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller, annan fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda til að stýra rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Við starfi Comey tók Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI, tímabundið. Hann varð ítrekað skotspónn persónuárása Trump þar til að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, rak McCabe innan við tveimur sólahringum áður en hann hugðist fara á eftirlaun í mars í fyrra. McCabe, sem tók þátt bæði í rannsókninni á forsetaframboði Trump og tölvupóstmáli Hillary Clinton, hefur nú skrifað bók um reynslu sína sem nefnist „Ógnin: hvernig FBI ver Bandaríkin á tímum hryðjuverka og Trump“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur segist McCabe hafa verið sá sem gaf skipun um að FBI skyldi hefja rannsókn á hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar eftir brottrekstur Comey. „Mér var afar umhugað um að mér tækist að koma Rússlandsmálinu á algerlega traustan grunn á óafturkræfan hátt. Ef ég yrði fjarlægður snögglega, færður til í starfi eða rekinn, að málinu yrði ekki lokað eða það hyrfi í skjóli nætur án nokkurra ummerkja,“ sagði McCabe í viðtalinu sem verður birt í heild sinni á sunnudaginn.“I was speaking to the man who had just … won the election for the presidency and who might have done so with the aid of the government of Russia." Former FBI acting director Andrew McCabe, Sunday on 60 Minutes. https://t.co/IVwcM11BGc pic.twitter.com/m6HwHMOqY9— 60 Minutes (@60Minutes) February 14, 2019 Trump á að hafa skipað fyrir um minnisblaðið Í bókinni greinir McCabe jafnframt frá því að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, hafi ekki viljað skrifa minnisblað um Comey sem Trump vísaði til sem rökstuðnings fyrir því að reka FBI-forstjórann. Rosenstein hefur sjálfur setið undir ítrekuðum árásum Trump undanfarin tvö ár. McCabe fullyrðir að Rosenstein hafi kvartað við sig undan því að Trump hafi skipað honum að skrifa minnisblað þar sem hann gagnrýndi hvernig Comey fór með rannsókn FBI á tölvupóstmáli Clinton árið 2016. Talsmenn Hvíta hússins þvertóku fyrir það á sínum tíma að forsetinn hefði komið nálægt því að Rosenstein skrifaði minnisblaðið. Aðeins fimm dögum síðar skipaði Rosenstein Mueller sem sérstakan rannsakanda. Það féll í hans skaut að gera það þar sem Jeff Sessions, sem Trump rak sem dómsmálaráðherra í nóvember, hafði lýst sig vanhæfan til að hafa umsjón með rannsókninni á framboði Trump.McCabe var sjálfur rekinn á grundvelli innri rannsóknar FBI sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki komið hreint fram um hvernig upplýsingum hafði verið komið til fjölmiðla um rannsóknina á Clinton. Hann hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu af þeim sökum. Fréttamaður CBS segir að í 60 mínútnaviðtalinu segir McCabe frá því að yfirmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi í alvöru rætt um möguleikann á að varaforsetinn og ráðherrar í ríkisstjórn Trump gætu sett hann af á grundvelli stjórnarskrárákvæðis eftir að forsetinn rak Comey í skugga rannsóknar á meintu samráði við Rússa. McCabe segir í viðtalinu frá því að Rosenstein hafi briddað upp á möguleikanum á að hann gengi með upptökubúnað á fundum með Trump. Fréttir af því komust í hámæli síðasta haust en dómsmálaráðuneytið fullyrti þá að Rosenstein hafi nefnt þann möguleika í kaldhæðni. McCabe segir hins vegar að hugmyndin hafi verið svo alvarlega að lögfræðingar FBI hafi íhugað það.McCabe sakar Don McGahn (t.v.) og Trump forseta um að hafa hagað sér eins og mafíósar eftir að Comey var rekinn.Vísir/EPAVó aftur og aftur að McCabe og eiginkonu hans Líkt og Comey gerði í eigin bók í fyrra líkir McCabe forsetanum við mafíósa í „Ógninni“. Eftir brottrekstur Comey hafi Trump og Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, hegðað sér eins og mafían og boðið honum vernd í skiptum fyrir hollustu. „Forsetinn og menn hans voru að reyna að vinna í mér eins og glæpahópur myndi haga sér,“ skrifar McCabe. Staðfestir McCabe að Trump hafi spurt sig hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum árið 2016 þegar hann varð starfandi forstjóri FBI eftir brotthvarf Comey. Sakar hann forsetann um að grafa undan FBI af ótta. Trump tísti ítrekað um McCabe og eiginkonu hans Jill og bendlaði hann við Hillary Clinton. Ástæðan var sú að eiginkona fékk fjárframlög frá vini Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir demókrata árið 2015. McCabe hefur sjálfur verið repúblikani. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI segist hafa skipað fyrir um rannsókn á því hvort að Donald Trump forseti hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Þetta hafi hann gert til að verja Rússarannsóknina svonefndu fyrir pólitískum afskiptum. Brottreksturinn á Comey í maí árið 2017 varð tilefni þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller, annan fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda til að stýra rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Við starfi Comey tók Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI, tímabundið. Hann varð ítrekað skotspónn persónuárása Trump þar til að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, rak McCabe innan við tveimur sólahringum áður en hann hugðist fara á eftirlaun í mars í fyrra. McCabe, sem tók þátt bæði í rannsókninni á forsetaframboði Trump og tölvupóstmáli Hillary Clinton, hefur nú skrifað bók um reynslu sína sem nefnist „Ógnin: hvernig FBI ver Bandaríkin á tímum hryðjuverka og Trump“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur segist McCabe hafa verið sá sem gaf skipun um að FBI skyldi hefja rannsókn á hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar eftir brottrekstur Comey. „Mér var afar umhugað um að mér tækist að koma Rússlandsmálinu á algerlega traustan grunn á óafturkræfan hátt. Ef ég yrði fjarlægður snögglega, færður til í starfi eða rekinn, að málinu yrði ekki lokað eða það hyrfi í skjóli nætur án nokkurra ummerkja,“ sagði McCabe í viðtalinu sem verður birt í heild sinni á sunnudaginn.“I was speaking to the man who had just … won the election for the presidency and who might have done so with the aid of the government of Russia." Former FBI acting director Andrew McCabe, Sunday on 60 Minutes. https://t.co/IVwcM11BGc pic.twitter.com/m6HwHMOqY9— 60 Minutes (@60Minutes) February 14, 2019 Trump á að hafa skipað fyrir um minnisblaðið Í bókinni greinir McCabe jafnframt frá því að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, hafi ekki viljað skrifa minnisblað um Comey sem Trump vísaði til sem rökstuðnings fyrir því að reka FBI-forstjórann. Rosenstein hefur sjálfur setið undir ítrekuðum árásum Trump undanfarin tvö ár. McCabe fullyrðir að Rosenstein hafi kvartað við sig undan því að Trump hafi skipað honum að skrifa minnisblað þar sem hann gagnrýndi hvernig Comey fór með rannsókn FBI á tölvupóstmáli Clinton árið 2016. Talsmenn Hvíta hússins þvertóku fyrir það á sínum tíma að forsetinn hefði komið nálægt því að Rosenstein skrifaði minnisblaðið. Aðeins fimm dögum síðar skipaði Rosenstein Mueller sem sérstakan rannsakanda. Það féll í hans skaut að gera það þar sem Jeff Sessions, sem Trump rak sem dómsmálaráðherra í nóvember, hafði lýst sig vanhæfan til að hafa umsjón með rannsókninni á framboði Trump.McCabe var sjálfur rekinn á grundvelli innri rannsóknar FBI sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki komið hreint fram um hvernig upplýsingum hafði verið komið til fjölmiðla um rannsóknina á Clinton. Hann hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu af þeim sökum. Fréttamaður CBS segir að í 60 mínútnaviðtalinu segir McCabe frá því að yfirmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi í alvöru rætt um möguleikann á að varaforsetinn og ráðherrar í ríkisstjórn Trump gætu sett hann af á grundvelli stjórnarskrárákvæðis eftir að forsetinn rak Comey í skugga rannsóknar á meintu samráði við Rússa. McCabe segir í viðtalinu frá því að Rosenstein hafi briddað upp á möguleikanum á að hann gengi með upptökubúnað á fundum með Trump. Fréttir af því komust í hámæli síðasta haust en dómsmálaráðuneytið fullyrti þá að Rosenstein hafi nefnt þann möguleika í kaldhæðni. McCabe segir hins vegar að hugmyndin hafi verið svo alvarlega að lögfræðingar FBI hafi íhugað það.McCabe sakar Don McGahn (t.v.) og Trump forseta um að hafa hagað sér eins og mafíósar eftir að Comey var rekinn.Vísir/EPAVó aftur og aftur að McCabe og eiginkonu hans Líkt og Comey gerði í eigin bók í fyrra líkir McCabe forsetanum við mafíósa í „Ógninni“. Eftir brottrekstur Comey hafi Trump og Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, hegðað sér eins og mafían og boðið honum vernd í skiptum fyrir hollustu. „Forsetinn og menn hans voru að reyna að vinna í mér eins og glæpahópur myndi haga sér,“ skrifar McCabe. Staðfestir McCabe að Trump hafi spurt sig hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum árið 2016 þegar hann varð starfandi forstjóri FBI eftir brotthvarf Comey. Sakar hann forsetann um að grafa undan FBI af ótta. Trump tísti ítrekað um McCabe og eiginkonu hans Jill og bendlaði hann við Hillary Clinton. Ástæðan var sú að eiginkona fékk fjárframlög frá vini Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir demókrata árið 2015. McCabe hefur sjálfur verið repúblikani.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18