Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. febrúar 2019 11:54 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent