Gyðingahatur færist í aukana í Þýskalandi og víðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 15:58 Frá samkomu þýskra gyðinga í borginni Bonn í fyrra. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár. Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár.
Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira