Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 17:12 Carney varaði við því að Brexit væri ein birtingarmynd bakslags gegn alþjóðavæðingu síðustu ára og áratuga. Vísir/EPA Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira