Krafðist bóta vegna minni flugvélar en gert var ráð fyrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 11:45 Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir óþægindum sem farþegi Icelandair. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira