Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira