Hvert er planið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun