Hetjudáðir í lokin hjá Luka fyrir framan stóran hóp af löndum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 07:30 Luka Doncic fagnar einni af körfum sínum á lokakaflanum en Seth Curry er ekki eins sáttur. AP/Tony Gutierrez Nýja súperliðið í Philadelphia fór létt með LeBron og félaga í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, tvö vítaskot DeMarcus Cousins nokkrum sekúndum fyrir leikslok tryggðu meisturum Golden State Warriors nauman heimasigur og Dallas Mavericks vann endurkomusigur þökk sé frábærum fjórða leikhluta hjá nýliðanum Luka Doncic.A double-double from Joel Embiid (37 PTS, 14 REB) leads @sixers to home win! #HereTheyComepic.twitter.com/iZK2gCnLAT — NBA (@NBA) February 11, 2019Joel Embiid var með 37 stig og 14 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 143-120 sigur á Los Angeles Lakers. Þetta var annar leikur Sixers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris frá Los Angeles Clippers. Harris var með 22 stig í þessum leik, JJ Redick skoraði 21 stig og Jimmy Butler var með 15 stig. Það var mikil stemmning í Philadelphia en þetta var stórleikur dagsins í bandaríska sjónvarpinu og lætin minntu helst á leik í úrslitakeppninni. Philadelphia 76ers hefur unnið báða leiki sína eftir að Tobias Harris kom og liðið lítur afar vel út. Kyle Kuzma skoraði 39 stig fyrir Lakersliðið og LeBron James vantaði eina stoðsendingu í þrennuna en hann endaði með 18 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.Luka Doncic scores 13 of his 28 points in the fourth quarter to guide @dallasmavs to comeback win! pic.twitter.com/2yRRbJPIOA — NBA (@NBA) February 11, 2019Nýliðinn Luka Doncic skoraði 13 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 102-101 endurkomusigur á Portland Trail Blazers. Dallas vann upp fimmtán stiga forskot í lokaleikhlutanum. Doncic var einnig með 9 frákös og 6 stoðsendingar en hetjudáðir hans í síðasta leikhlutanum voru við hæfi þar sem á leikinn var mættur hundrað manna hópur frá Slóveníu sem hafði ferðast um langan veg til að fylgjast með sínum manni. Damian Lillard skoraði 21 af 30 stigi sínum í seinni hluta þriðja leikhlutans og hjálpaði Portland að ná 96-81 forystu í byrjun fjórða leikhluta. Það verður fróðlegt að fylgjast með Luka Doncic í næstu leikjum því slóvenski aðdáandahópurinn mun mæta á næstu tvo leiki. Sá fyrri er í Houston en sá seinni er þegar Miami Heat kemur í heimsókn. Hópurinn ætlaði að sjá einvígið á milli Luka Doncic og landa hans Goran Dragic hjá Miami en ekkert verður af því. Dragic er enn frá vegna meiðsla og missir af þessum leik.The @warriors overcome 19 point deficit to outlast @MiamiHEAT in Oracle! pic.twitter.com/3YXHxfQ5Zi — NBA (@NBA) February 11, 2019Kevin Durant skoraði 39 stig í 120-118 heimasigri Golden State Warriors á Miami Heat en það var hins vegar DeMarcus Cousins sem tryggði liðinu sigurinn með því að setja niður tvö vítaskot 5,4 sekúndum fyrir leikslok. Cousins hafði þá náð sóknarfrákasti eftir misheppnað skot Durant og fiskað vítaskot. Miami Heat komst 19 stigum yfir í fyrsta leikhlutanum en Golden State sýndi styrk með því að koma til baka. Þetta var í ellefta skiptið á tímabilinu sem Golden State vinnur leik eftir að hafa lent tíu stigum undir. Liðið kom til baka á föstudagskvöldið eftir að hafa lent 17 stigum undir á móti Phoenix Suns. Klay Thompson skoraði 29 stig fyrir Golden State og Stephen Curry var með 25 stig. Josh Richardson var frábær í byrjun og endaði leikinn með átta þrista og 37 stig fyrir Miami.Josh Richardson turns up the HEAT with career-high 37 points, including 8 3PM! #HeatCulturepic.twitter.com/BEdweAPyyy — NBA (@NBA) February 11, 2019#NikolaVucevic (19p,12r) & Jonathan Isaac (17p, 5b) lead @OrlandoMagic on the road! pic.twitter.com/y06asy4OHv — NBA (@NBA) February 11, 2019#NBARooks Marvin Bagley III drops in a career-high 32 points to fuel @SacramentoKings at home! pic.twitter.com/isPhcJLzA0 — NBA (@NBA) February 11, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Miami Heat 120-118 Atlanta Hawks - Orlando Magic 108-124 Sacramento Kings - Phoenix Suns 117-104 Philadelphia 76ers - Los Angeles Lakers 143-120 Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 102-101 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Nýja súperliðið í Philadelphia fór létt með LeBron og félaga í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, tvö vítaskot DeMarcus Cousins nokkrum sekúndum fyrir leikslok tryggðu meisturum Golden State Warriors nauman heimasigur og Dallas Mavericks vann endurkomusigur þökk sé frábærum fjórða leikhluta hjá nýliðanum Luka Doncic.A double-double from Joel Embiid (37 PTS, 14 REB) leads @sixers to home win! #HereTheyComepic.twitter.com/iZK2gCnLAT — NBA (@NBA) February 11, 2019Joel Embiid var með 37 stig og 14 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 143-120 sigur á Los Angeles Lakers. Þetta var annar leikur Sixers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris frá Los Angeles Clippers. Harris var með 22 stig í þessum leik, JJ Redick skoraði 21 stig og Jimmy Butler var með 15 stig. Það var mikil stemmning í Philadelphia en þetta var stórleikur dagsins í bandaríska sjónvarpinu og lætin minntu helst á leik í úrslitakeppninni. Philadelphia 76ers hefur unnið báða leiki sína eftir að Tobias Harris kom og liðið lítur afar vel út. Kyle Kuzma skoraði 39 stig fyrir Lakersliðið og LeBron James vantaði eina stoðsendingu í þrennuna en hann endaði með 18 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.Luka Doncic scores 13 of his 28 points in the fourth quarter to guide @dallasmavs to comeback win! pic.twitter.com/2yRRbJPIOA — NBA (@NBA) February 11, 2019Nýliðinn Luka Doncic skoraði 13 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 102-101 endurkomusigur á Portland Trail Blazers. Dallas vann upp fimmtán stiga forskot í lokaleikhlutanum. Doncic var einnig með 9 frákös og 6 stoðsendingar en hetjudáðir hans í síðasta leikhlutanum voru við hæfi þar sem á leikinn var mættur hundrað manna hópur frá Slóveníu sem hafði ferðast um langan veg til að fylgjast með sínum manni. Damian Lillard skoraði 21 af 30 stigi sínum í seinni hluta þriðja leikhlutans og hjálpaði Portland að ná 96-81 forystu í byrjun fjórða leikhluta. Það verður fróðlegt að fylgjast með Luka Doncic í næstu leikjum því slóvenski aðdáandahópurinn mun mæta á næstu tvo leiki. Sá fyrri er í Houston en sá seinni er þegar Miami Heat kemur í heimsókn. Hópurinn ætlaði að sjá einvígið á milli Luka Doncic og landa hans Goran Dragic hjá Miami en ekkert verður af því. Dragic er enn frá vegna meiðsla og missir af þessum leik.The @warriors overcome 19 point deficit to outlast @MiamiHEAT in Oracle! pic.twitter.com/3YXHxfQ5Zi — NBA (@NBA) February 11, 2019Kevin Durant skoraði 39 stig í 120-118 heimasigri Golden State Warriors á Miami Heat en það var hins vegar DeMarcus Cousins sem tryggði liðinu sigurinn með því að setja niður tvö vítaskot 5,4 sekúndum fyrir leikslok. Cousins hafði þá náð sóknarfrákasti eftir misheppnað skot Durant og fiskað vítaskot. Miami Heat komst 19 stigum yfir í fyrsta leikhlutanum en Golden State sýndi styrk með því að koma til baka. Þetta var í ellefta skiptið á tímabilinu sem Golden State vinnur leik eftir að hafa lent tíu stigum undir. Liðið kom til baka á föstudagskvöldið eftir að hafa lent 17 stigum undir á móti Phoenix Suns. Klay Thompson skoraði 29 stig fyrir Golden State og Stephen Curry var með 25 stig. Josh Richardson var frábær í byrjun og endaði leikinn með átta þrista og 37 stig fyrir Miami.Josh Richardson turns up the HEAT with career-high 37 points, including 8 3PM! #HeatCulturepic.twitter.com/BEdweAPyyy — NBA (@NBA) February 11, 2019#NikolaVucevic (19p,12r) & Jonathan Isaac (17p, 5b) lead @OrlandoMagic on the road! pic.twitter.com/y06asy4OHv — NBA (@NBA) February 11, 2019#NBARooks Marvin Bagley III drops in a career-high 32 points to fuel @SacramentoKings at home! pic.twitter.com/isPhcJLzA0 — NBA (@NBA) February 11, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Miami Heat 120-118 Atlanta Hawks - Orlando Magic 108-124 Sacramento Kings - Phoenix Suns 117-104 Philadelphia 76ers - Los Angeles Lakers 143-120 Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 102-101
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira