Einar: Þetta er engin ríkisstjórn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:46 Einar er alltaf hress. vísir/vilhelm „Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
„Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15