Luis Suarez bauð upp á smá „hefnd“ fyrir Liverpool á Bernabéu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Sergio Ramos og aðrir hjá Real Madrid horfa upp á Luis Suarez skora með Panenka vítaspyrnu. Getty/David Ramos Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira