Eitrað umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar