Börn og álag Teitur Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2019 08:00 Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera og einnig finna flestir foreldrar fyrir vissum kvíðahnút í maga þegar þau krossa fingur og átta sig í leiðinni að þau geta ekki stýrt öllu eins og þau kannski gjarnan vildu. Þá verða breytingar eftir því sem þau eldast og engin tvö börn eru eins. Við berum mikla ábyrgð á þessum einstaklingum og að skila þeim út í samfélagið á báðum fótum þannig að þau geti séð um sig sjálf og hugsanlega okkur eldra fólkið þegar fram í sækir. Hægt er að misstíga sig víða, maður lærir af slíku, svo lengi sem ekki er dvalið um of á sama stað heldur þroskast áfram. Það er engin töfraformúla til og hver og einn verður að feta sína braut. Því er áhugavert að fylgjast með foreldrum fullum af stolti við hvern áfanga í skólagöngu þegar allt hefur blessast. Foreldrar horfa til baka og gleðjast yfir að hafa staðist „prófið“, að koma barni á legg, sjálfstæðum einstaklingi sem nýtir sína hæfileika, líður vel og dafnar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Andleg jafnt sem líkamleg heilsa er vissulega grundvallaratriði í því að vel takist til og því þurfum við sem berum ábyrgðina að tryggja að svo sé. Mikið hefur verið fjallað um mismunandi áherslur í menntamálum og það hvernig verði að koma til móts við þá sem standa höllum fæti á ýmsum sviðum, t.d. les- og skrifblinda. Opin umræða um einelti og viðbrögð við því hefur líka skilað miklu, en betur má ef duga skal. Við höfum býsna lengi hampað þeim sem duglegir eru og gengur vel, sérstaklega í bóknámi en verknám sækir á og er það af hinu góða. Við þurfum fagfólk á öllum sviðum og því betri menntun og þjálfun, því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma og börnin eru í skóla þá eru mörg sem stunda íþróttir og hefur verið mikil sókn í því undanfarin ár sem er gott enda hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama okkur öllum vel þekkt og má hvetja til hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Eftir því sem börnin mín eldast sé ég að bæði lengist skólatíminn, kröfurnar varðandi námið aukast og meiri tíma er varið í heimanám. Á sama tíma og slíkt gerist aukast kröfurnar í íþróttunum og bæði viðvera og fjöldi tíma á æfingum eykst og álagið þar með. Mér er ljóst sem fagmanni að á viðkvæmum tíma uppvaxtaráranna er nauðsynlegt að leggja talsvert inn fyrir seinni tíma og er ég þar að vísa í beinastyrk, þroska ónæmiskerfisins og margt fleira. Sá sem æfir of mikið eykur hættuna á því að meiðast, fá vöðvaverki og jafnvel niðurbrot, svefntruflun og depurðareinkenni, aukna veikindatíðni og minnkaða einbeitingu. Þessu fylgir oft líkamleg og andleg þreyta sem aftur skapar vandamál í skóla og lærdómi. Mjög hefur verið fjallað um ofþjálfun í heimi læknavísinda undanfarið og er líklegt að meiri skaði en ávinningur hljótist af sé ekki gætt hófs. Samvera fjölskyldu er einnig grundvallarþáttur í þroskaferli barna, sú samvera er mismunandi en flestir ættu að temja sér þá reglu að borða saman að kvöldi geti þeir það og halda þá stund hátíðlega. Því ættu t.a.m. íþróttafélög að forðast æfingatíma á milli 18.30 og 20.00 sem ég tel ekki uppbyggilegan. Æfingar að kvöldi hafa tíðkast lengi, en ættu ekki að vera í boði fyrir yngri hópa og allra síst að vera eftir 21.30 þar sem slíkt getur ýtt undir svefntruflun og sömuleiðis dregið úr möguleikum til ástundunar heimanáms sem eykst með aldrinum. Jafnvægi er lykilatriði hér sem annars staðar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Teitur Guðmundsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera og einnig finna flestir foreldrar fyrir vissum kvíðahnút í maga þegar þau krossa fingur og átta sig í leiðinni að þau geta ekki stýrt öllu eins og þau kannski gjarnan vildu. Þá verða breytingar eftir því sem þau eldast og engin tvö börn eru eins. Við berum mikla ábyrgð á þessum einstaklingum og að skila þeim út í samfélagið á báðum fótum þannig að þau geti séð um sig sjálf og hugsanlega okkur eldra fólkið þegar fram í sækir. Hægt er að misstíga sig víða, maður lærir af slíku, svo lengi sem ekki er dvalið um of á sama stað heldur þroskast áfram. Það er engin töfraformúla til og hver og einn verður að feta sína braut. Því er áhugavert að fylgjast með foreldrum fullum af stolti við hvern áfanga í skólagöngu þegar allt hefur blessast. Foreldrar horfa til baka og gleðjast yfir að hafa staðist „prófið“, að koma barni á legg, sjálfstæðum einstaklingi sem nýtir sína hæfileika, líður vel og dafnar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Andleg jafnt sem líkamleg heilsa er vissulega grundvallaratriði í því að vel takist til og því þurfum við sem berum ábyrgðina að tryggja að svo sé. Mikið hefur verið fjallað um mismunandi áherslur í menntamálum og það hvernig verði að koma til móts við þá sem standa höllum fæti á ýmsum sviðum, t.d. les- og skrifblinda. Opin umræða um einelti og viðbrögð við því hefur líka skilað miklu, en betur má ef duga skal. Við höfum býsna lengi hampað þeim sem duglegir eru og gengur vel, sérstaklega í bóknámi en verknám sækir á og er það af hinu góða. Við þurfum fagfólk á öllum sviðum og því betri menntun og þjálfun, því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma og börnin eru í skóla þá eru mörg sem stunda íþróttir og hefur verið mikil sókn í því undanfarin ár sem er gott enda hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama okkur öllum vel þekkt og má hvetja til hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Eftir því sem börnin mín eldast sé ég að bæði lengist skólatíminn, kröfurnar varðandi námið aukast og meiri tíma er varið í heimanám. Á sama tíma og slíkt gerist aukast kröfurnar í íþróttunum og bæði viðvera og fjöldi tíma á æfingum eykst og álagið þar með. Mér er ljóst sem fagmanni að á viðkvæmum tíma uppvaxtaráranna er nauðsynlegt að leggja talsvert inn fyrir seinni tíma og er ég þar að vísa í beinastyrk, þroska ónæmiskerfisins og margt fleira. Sá sem æfir of mikið eykur hættuna á því að meiðast, fá vöðvaverki og jafnvel niðurbrot, svefntruflun og depurðareinkenni, aukna veikindatíðni og minnkaða einbeitingu. Þessu fylgir oft líkamleg og andleg þreyta sem aftur skapar vandamál í skóla og lærdómi. Mjög hefur verið fjallað um ofþjálfun í heimi læknavísinda undanfarið og er líklegt að meiri skaði en ávinningur hljótist af sé ekki gætt hófs. Samvera fjölskyldu er einnig grundvallarþáttur í þroskaferli barna, sú samvera er mismunandi en flestir ættu að temja sér þá reglu að borða saman að kvöldi geti þeir það og halda þá stund hátíðlega. Því ættu t.a.m. íþróttafélög að forðast æfingatíma á milli 18.30 og 20.00 sem ég tel ekki uppbyggilegan. Æfingar að kvöldi hafa tíðkast lengi, en ættu ekki að vera í boði fyrir yngri hópa og allra síst að vera eftir 21.30 þar sem slíkt getur ýtt undir svefntruflun og sömuleiðis dregið úr möguleikum til ástundunar heimanáms sem eykst með aldrinum. Jafnvægi er lykilatriði hér sem annars staðar!
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun