Þetta segir Halldór Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Hörpu en hann starfar nú fyrir bókmenntamiðstöðina Norla sem stjórnar þátttöku Noregs í bókamessunni í Frankfurt í ár. Noregur er þar sérlegur heiðursgestur.

„Hæst voru forstjóralaun í olíubransanum, 2,8 milljónir á mánuði, en meðallaun norskra bankastjóra voru 2.3 milljónir á mánuði. Meðaltalshækkanir á árinu voru 2-3 %. Bónusar eru meðtaldir, en ekki bílastyrkir eða hlutabréfaopsjónir.“
Og Halldór bætir svo við, nokkuð háðskur: „En það er auðvitað ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska.“
Athugasemd: Í fyrri fyrirsögn var fullyrt að íslenskir forstjórar og stjórnendur væru með miklu hærri laun en norskir kollegar þeirra. Var vísað til samanburðarins að ofan sem tekur einnig til millistjórnenda. Í úttekt BBC frá því í janúar eru norskir forstjórar sagðir með í kringum 10 milljónir króna í mánaðarlaun.