Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2019 06:45 Pakistanar eru margir ævareiðir vegna árásar Indverja og hafa mótmælt ríkisstjórn Indlands. Nordicphotos/AFP Pakistan Indverskar herþotur flugu áttatíu kílómetra inn fyrir hin eiginlegu landamæri á milli Indlands og Pakistans í Kasmír-héraði og réðust á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna Jaish-e-Mohammed (JeM) í Balakot í gær. Frá þessu greindu indversk stjórnvöld í gær og sögðust staðráðin í því að uppræta starfsemi samtakanna. Sjálfsmorðsárásarmaður JeM felldi um fjörutíu herþjálfaða Indverja í Pulwaka í indverska hluta Kasmír fyrir tæpum tveimur vikum. Árásin hefur gert erfið samskipti Indlands og Pakistans enn verri. Ríkin hafa átt í deilu um Kasmír í áratugi og í kjarnorkukapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Indverjar kenndu Pakistönum um Pulwama-árásina og sögðu þá leyfa starfsemi JeM að viðgangast þar í landi. Togstreitan er mikil eftir árás gærdagsins. Indverskir og pakistanskir hermenn skutu hvorir á aðra í gær við mörkin í Kasmír, samkvæmt því sem upplýsingafulltrúi indverska varnarmálaráðuneytisins sagði. „Pakistanar brutu gegn vopnahléinu með stuttri skothríð og Indverjar svöruðu í sömu mynt.“ Indverski miðillinn Times of India sagði loftárásina marka kaflaskil. Í fyrsta sinn í áratugi hafa Indverjar farið svo langt yfir línuna í Kasmír til að gera árás. Það var, samkvæmt miðlinum, ekki einu sinni gert í Kargil-stríðinu árið 1999 þegar á annað þúsund fórust í vopnaviðskiptum ríkjanna. Samkvæmt heimildum miðilsins féllu allt að 350 JeM-liðar í árásinni en enginn almennur borgari, enda búðirnar fjarri byggð. „Hryðjuverkamennirnir höfðu ekki hugmynd um að Balakot væri skotmarkið. Sofandi hryðjuverkamenn áttu aldrei séns,“ var haft eftir heimildarmanni.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsVijay Gokhale, utanríkisráðherra Indverja, boðaði til blaðamannafundar. Hann sagði að eftir árásina á Pulwama hefðu upplýsingastofnanir Indverja komist að því að JeM undirbyggju að öllum líkindum frekari sjálfsmorðsárásir á Indverja. Í Balakot væri verið að þjálfa fólk fyrir slíkar árásir. „Þegar við horfðum upp á yfirvofandi hættu áttuðum við okkur á því að fyrirbyggjandi árásir væru lífsnauðsynlegar. Þess vegna réðumst við á þessar búðir,“ bætti Gokhale við. En tvær hliðar eru á sögunni og frásögn Pakistana stangast á við það sem Indverjar sögðu í gær. Asif Ghafoor, hershöfðingi og upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, sagði frá því að pakistanski flugherinn hefði flogið á móti Indverjum um leið og þeir komu inn fyrir mörkin og hrakið vélarnar indversku á brott. Þá sagði hann sömuleiðis að enginn hefði farist í árásinni. Ghafoor var ómyrkur í máli og tók fram að þótt sjö áratugir væru liðnir frá því að Pakistan klauf sig frá Indlandi gætu Indverjar ekki enn sætt sig við sjálfstæði landsins.Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans„Hvenær sem eitthvað mikilvægt á sér stað í Pakistan verður einhver sviðsettur atburður í annaðhvort Indlandi eða hinu hernumda Kasmír. Þessir atburðir virðast alltaf eiga sér stað þegar stutt er í kosningar á Indlandi,“ sagði hershöfðinginn en kosningar fara fram á Indlandi í maí og Pakistanar bíða meðal annars spenntir eftir umræðum ESB um Kasmír. „Þess vegna spyr ég ykkur hvernig Pakistan ætti að hagnast á meintri aðkomu að Pulwama-árásinni? Ég skal leyfa ykkur að skera út um hver hagnast á þessu öllu saman,“ bætti Ghafoor við. Aukinheldur er einfaldlega undarlegt að skella sökinni á Pakistan, samkvæmt Ghafoor. Indverjar hefðu stranga öryggisgæslu á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og ættu þarlend stjórnvöld því að spyrja hermenn sína hvernig sjálfsmorðsárásarmaður hafi komist yfir línuna. Ghafoor sagði Pakistana ekki vera að undirbúa stríð en þeir ættu rétt á að svara stríðsundirbúningi Indverja. „Við höfum varið landið okkar gegn hryðjuverkamönnum og erum reynslunni ríkari. Það var erfitt að eiga við ósýnilegan óvin. Indverjar eru engin ógn. Við höfum fylgst með ykkur í sjötíu ár, horft á ykkur, undirbúið okkur fyrir ykkur. Svar okkar verður miðað að ykkur. Við óskum þess ekki að fara í stríð en þið skulið vita að ef þið stígið fyrsta skrefið munuð þið aldrei geta komið okkur á óvart.“Vijay Gokhale, utanríkisráðherra IndlandsPakistanska þjóðaröryggisráðið fundaði vegna málsins að ósk Imrans Khan forsætisráðherra. Khan skipaði her, erindrekum, ríkisstjórninni og almenningi að undirbúa sig fyrir allar mögulegar útkomur og lofaði pakistanska flugherinn fyrir skjót viðbrögð. Eftir fundinn héldu fjármála-, varnarmála-, og utanríkisráðherra Pakistans blaðamannafund. Shah Mahmood Qureshi utanríkisráðherra sagði að Pakistanar myndu svara árás Indverja þegar hentaði. „Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð sem í eru fjármálaráðherra og varnarmálaráðherra ásamt mér. Við munum leita til þingsins svo pakistanska þjóðin geti treyst stjórn okkar á ástandinu.“ Þá sagði Qureshi að fjölmiðlum yrði gefinn aðgangur að árásarsvæðinu. „Ef veður leyfir verða fjölmiðlar fluttir þangað svo þeir geti skoðað svæðið og uppljóstrað um áróður Indverja. Sagan sem þeir segja stangast á við staðreyndir málsins,“ sagði ráðherra og bætti við: „Í enn eitt skiptið hafa Indverjar ákveðið að fleygja fram óábyrgri og rangri fullyrðingu.“ Pervez Khattak ráðherra sagði svar við árásinni í undirbúningi á öllum sviðum stjórnkerfisins og Qureshi lauk fundinum með því að segja að þótt Pakistan væri ábyrgðarfullt og friðsælt ríki væru stjórnvöld meðvituð um mikilvægi þess að standa vörð um landamæri sín. „Ekki vanmeta pakistanskar herþotur.“ Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. 26. febrúar 2019 07:31 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Pakistan Indverskar herþotur flugu áttatíu kílómetra inn fyrir hin eiginlegu landamæri á milli Indlands og Pakistans í Kasmír-héraði og réðust á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna Jaish-e-Mohammed (JeM) í Balakot í gær. Frá þessu greindu indversk stjórnvöld í gær og sögðust staðráðin í því að uppræta starfsemi samtakanna. Sjálfsmorðsárásarmaður JeM felldi um fjörutíu herþjálfaða Indverja í Pulwaka í indverska hluta Kasmír fyrir tæpum tveimur vikum. Árásin hefur gert erfið samskipti Indlands og Pakistans enn verri. Ríkin hafa átt í deilu um Kasmír í áratugi og í kjarnorkukapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Indverjar kenndu Pakistönum um Pulwama-árásina og sögðu þá leyfa starfsemi JeM að viðgangast þar í landi. Togstreitan er mikil eftir árás gærdagsins. Indverskir og pakistanskir hermenn skutu hvorir á aðra í gær við mörkin í Kasmír, samkvæmt því sem upplýsingafulltrúi indverska varnarmálaráðuneytisins sagði. „Pakistanar brutu gegn vopnahléinu með stuttri skothríð og Indverjar svöruðu í sömu mynt.“ Indverski miðillinn Times of India sagði loftárásina marka kaflaskil. Í fyrsta sinn í áratugi hafa Indverjar farið svo langt yfir línuna í Kasmír til að gera árás. Það var, samkvæmt miðlinum, ekki einu sinni gert í Kargil-stríðinu árið 1999 þegar á annað þúsund fórust í vopnaviðskiptum ríkjanna. Samkvæmt heimildum miðilsins féllu allt að 350 JeM-liðar í árásinni en enginn almennur borgari, enda búðirnar fjarri byggð. „Hryðjuverkamennirnir höfðu ekki hugmynd um að Balakot væri skotmarkið. Sofandi hryðjuverkamenn áttu aldrei séns,“ var haft eftir heimildarmanni.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsVijay Gokhale, utanríkisráðherra Indverja, boðaði til blaðamannafundar. Hann sagði að eftir árásina á Pulwama hefðu upplýsingastofnanir Indverja komist að því að JeM undirbyggju að öllum líkindum frekari sjálfsmorðsárásir á Indverja. Í Balakot væri verið að þjálfa fólk fyrir slíkar árásir. „Þegar við horfðum upp á yfirvofandi hættu áttuðum við okkur á því að fyrirbyggjandi árásir væru lífsnauðsynlegar. Þess vegna réðumst við á þessar búðir,“ bætti Gokhale við. En tvær hliðar eru á sögunni og frásögn Pakistana stangast á við það sem Indverjar sögðu í gær. Asif Ghafoor, hershöfðingi og upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, sagði frá því að pakistanski flugherinn hefði flogið á móti Indverjum um leið og þeir komu inn fyrir mörkin og hrakið vélarnar indversku á brott. Þá sagði hann sömuleiðis að enginn hefði farist í árásinni. Ghafoor var ómyrkur í máli og tók fram að þótt sjö áratugir væru liðnir frá því að Pakistan klauf sig frá Indlandi gætu Indverjar ekki enn sætt sig við sjálfstæði landsins.Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans„Hvenær sem eitthvað mikilvægt á sér stað í Pakistan verður einhver sviðsettur atburður í annaðhvort Indlandi eða hinu hernumda Kasmír. Þessir atburðir virðast alltaf eiga sér stað þegar stutt er í kosningar á Indlandi,“ sagði hershöfðinginn en kosningar fara fram á Indlandi í maí og Pakistanar bíða meðal annars spenntir eftir umræðum ESB um Kasmír. „Þess vegna spyr ég ykkur hvernig Pakistan ætti að hagnast á meintri aðkomu að Pulwama-árásinni? Ég skal leyfa ykkur að skera út um hver hagnast á þessu öllu saman,“ bætti Ghafoor við. Aukinheldur er einfaldlega undarlegt að skella sökinni á Pakistan, samkvæmt Ghafoor. Indverjar hefðu stranga öryggisgæslu á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og ættu þarlend stjórnvöld því að spyrja hermenn sína hvernig sjálfsmorðsárásarmaður hafi komist yfir línuna. Ghafoor sagði Pakistana ekki vera að undirbúa stríð en þeir ættu rétt á að svara stríðsundirbúningi Indverja. „Við höfum varið landið okkar gegn hryðjuverkamönnum og erum reynslunni ríkari. Það var erfitt að eiga við ósýnilegan óvin. Indverjar eru engin ógn. Við höfum fylgst með ykkur í sjötíu ár, horft á ykkur, undirbúið okkur fyrir ykkur. Svar okkar verður miðað að ykkur. Við óskum þess ekki að fara í stríð en þið skulið vita að ef þið stígið fyrsta skrefið munuð þið aldrei geta komið okkur á óvart.“Vijay Gokhale, utanríkisráðherra IndlandsPakistanska þjóðaröryggisráðið fundaði vegna málsins að ósk Imrans Khan forsætisráðherra. Khan skipaði her, erindrekum, ríkisstjórninni og almenningi að undirbúa sig fyrir allar mögulegar útkomur og lofaði pakistanska flugherinn fyrir skjót viðbrögð. Eftir fundinn héldu fjármála-, varnarmála-, og utanríkisráðherra Pakistans blaðamannafund. Shah Mahmood Qureshi utanríkisráðherra sagði að Pakistanar myndu svara árás Indverja þegar hentaði. „Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð sem í eru fjármálaráðherra og varnarmálaráðherra ásamt mér. Við munum leita til þingsins svo pakistanska þjóðin geti treyst stjórn okkar á ástandinu.“ Þá sagði Qureshi að fjölmiðlum yrði gefinn aðgangur að árásarsvæðinu. „Ef veður leyfir verða fjölmiðlar fluttir þangað svo þeir geti skoðað svæðið og uppljóstrað um áróður Indverja. Sagan sem þeir segja stangast á við staðreyndir málsins,“ sagði ráðherra og bætti við: „Í enn eitt skiptið hafa Indverjar ákveðið að fleygja fram óábyrgri og rangri fullyrðingu.“ Pervez Khattak ráðherra sagði svar við árásinni í undirbúningi á öllum sviðum stjórnkerfisins og Qureshi lauk fundinum með því að segja að þótt Pakistan væri ábyrgðarfullt og friðsælt ríki væru stjórnvöld meðvituð um mikilvægi þess að standa vörð um landamæri sín. „Ekki vanmeta pakistanskar herþotur.“
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. 26. febrúar 2019 07:31 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. 26. febrúar 2019 07:31
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49