Gulli: Öll lið finna fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 21:56 Guðlaugur baðar út höndum í kvöld. vísir/bára „Ég er bara ógeðslega fúll að tapa leiknum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir tap Vals með minnsta mun gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld. Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið um tuttugu sekúndum fyrir leikslok en Valsmenn klúðruðu dauðafæri færi skömmu fyrir leikslok þar sem þeir hefðu getað jafnað metin. „Við fengum gott færi á því að taka allavega einn punkt út úr honum en við töpum bara fyrir góðu Selfoss liði.“ Valur átti góða spretti í leiknum og heilt yfir sýndu þeir góðan leik en það vantaði þó alltaf aðeins uppá að ná almennilegri forystu og segir Gulli það skrifast á leikmenn og klaufaskap að hafa ekki spilað betur úr þeirri forystu sem þeir komu sér í. „Okkur vantaði móment að koma þessu í þrjú mörk. Við fórum svo illa með færi þegar við erum tveimur fleiri hérna undir lokin.“ „Ákvarðanataka var ekki nógu góð og þetta skrifast bara aðeins á okkur með klaufaskap og að hafa ekki komið þessu í þrjú mörk til að klára leikinn. En við vorum að spila á móti frábæru liði Selfoss sem keyrði bara á okkur og vann í dag.“ Gulli og Snorri Steinn tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stilltu upp fyrir loka sóknina. Valsmenn komu sér í gott færi til að jafna leikinn en það tókst ekki og fóru heimamenn svekktir af velli „Við fengum dauðafæri á því að ná inn punkti og hefði viljað það úr því sem komið var en heilt yfir eru fullt af góðum punktum í leiknum, en það er svekkjandi að tapa.“ Valsmenn voru án lykilmanna í dag líkt og í síðasta leik. Gulli segir það auðvitað muna um það en segist ennfremur vera stoltur af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn. Það er mikið lagt á herðar þeirra Magnúsar Óla Magnússonar og Antons Rúnarssonar í fjarveru Róberts Arons og Agnars Smára en Gulli segist vera ánægður með þá leikmenn sem komu inn og hrósar innkomu Ásgeirs Snærs í hægri skyttuna. „Auðvitað finna öll lið fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu en ég var ánægður með þá leikmenn sem spiluðu og ánægður með þá sem komu inn. Ásgeir (Snær Vignisson) stóð sig vel í hægri skyttunni í fjarveru Agga (Agnars Smára Jónssonar) svo ég er bara ánægður holninguna á liðinu,“ sagði Gulli að lokum Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Ég er bara ógeðslega fúll að tapa leiknum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir tap Vals með minnsta mun gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld. Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið um tuttugu sekúndum fyrir leikslok en Valsmenn klúðruðu dauðafæri færi skömmu fyrir leikslok þar sem þeir hefðu getað jafnað metin. „Við fengum gott færi á því að taka allavega einn punkt út úr honum en við töpum bara fyrir góðu Selfoss liði.“ Valur átti góða spretti í leiknum og heilt yfir sýndu þeir góðan leik en það vantaði þó alltaf aðeins uppá að ná almennilegri forystu og segir Gulli það skrifast á leikmenn og klaufaskap að hafa ekki spilað betur úr þeirri forystu sem þeir komu sér í. „Okkur vantaði móment að koma þessu í þrjú mörk. Við fórum svo illa með færi þegar við erum tveimur fleiri hérna undir lokin.“ „Ákvarðanataka var ekki nógu góð og þetta skrifast bara aðeins á okkur með klaufaskap og að hafa ekki komið þessu í þrjú mörk til að klára leikinn. En við vorum að spila á móti frábæru liði Selfoss sem keyrði bara á okkur og vann í dag.“ Gulli og Snorri Steinn tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stilltu upp fyrir loka sóknina. Valsmenn komu sér í gott færi til að jafna leikinn en það tókst ekki og fóru heimamenn svekktir af velli „Við fengum dauðafæri á því að ná inn punkti og hefði viljað það úr því sem komið var en heilt yfir eru fullt af góðum punktum í leiknum, en það er svekkjandi að tapa.“ Valsmenn voru án lykilmanna í dag líkt og í síðasta leik. Gulli segir það auðvitað muna um það en segist ennfremur vera stoltur af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn. Það er mikið lagt á herðar þeirra Magnúsar Óla Magnússonar og Antons Rúnarssonar í fjarveru Róberts Arons og Agnars Smára en Gulli segist vera ánægður með þá leikmenn sem komu inn og hrósar innkomu Ásgeirs Snærs í hægri skyttuna. „Auðvitað finna öll lið fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu en ég var ánægður með þá leikmenn sem spiluðu og ánægður með þá sem komu inn. Ásgeir (Snær Vignisson) stóð sig vel í hægri skyttunni í fjarveru Agga (Agnars Smára Jónssonar) svo ég er bara ánægður holninguna á liðinu,“ sagði Gulli að lokum
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38