„Á ekki að vera hægt að koma inn og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 24. febrúar 2019 21:28 Sebastian var mættur í búningi ÍR s2 sport Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019 Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019
Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira